Málsnúmer 201806066Vakta málsnúmer
Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:42 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.
Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs. dagsett þann 21. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.500.000 vegna nýlagna við Öldugötu á Árskógssandi, kr. 3.600.000 á vatnsveitu, 44200-11606, og kr. 6.900.000 á fráveitu, 74200-11606. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á eigíð fé. Fram kemur að lóðum hefur verið úthlutað við Öldugötu og stendur fyrir að hefja gatnagerð og því er nauðsynlegt að ljúka lagnavinnu.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 18. júlí 2018, sem er svar við þeirri ósk að gerð yrði grein fyrir því hvað verkþátturinn myndi kosta meira ef hann yrði ekki unnin samhliða jarðvegsvinnu gatnagerðar. Fram kemur að gera má ráð fyrir að kostnaðaraukningin yrði kr. 750.000 sem og að rétt þyki einnig að geta þess að það er gott að láta götur standa í eitt ár eftir jarðvegsskipti áður en þær eru malbikaðar vegna hættu á sigi. Þetta eigi sérstaklega við ef skurðir í þeim vegna lagna eru djúpir.
Til umræðu ofangreint. Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs veitti upplýsingar inn á fundinn í gegnum síma.