Byggðaráð

872. fundur 19. júlí 2018 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Siðareglur kjörinna fulltrúa - endurskoðun í upphafi kjörtímabils

Málsnúmer 201806084Vakta málsnúmer

Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögur að breytingum sem ræddar voru á fundinum, t.d. að álitaefnum sé vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra að breytingum. Gerð er tillaga að breytingum á greinum nr. 4, nr. 7 og nr. 10.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að breytingum á siðareglum kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð og vísar þeim til síðari umræðu.

3.Frá JKH kvikmyndagerð ehf.; Sundlaugar á Íslandi - beiðni um styrk

Málsnúmer 201807095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jón Karl Helgasyni fyrir hönd JKH-Kvikmyndagerð ehf., ódagsett en móttekið 17. júlí 2018 skv. rafpósti. Með bréfi þessu er sótt um styrk til Dalvíkurbyggðar til að taka upp atriði á Dalvík og nágrenni í heimildamyndina Sundlaugar á Íslandi. Fram kemur að Sundlaugin á Dalvík og Sundskáli Svarfdæla komi mikið við sögu í myndinni. Hugmyndin er að taka upp í Sundskálanum í september á þessu ári. Áætlaður kostnaður við upptökur á Dalvík og nágrenni er kr. 805.000.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til upplýsingar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um mat fyrir 7 aðila í 3 daga. Vísað á lið 21500-4960.

4.Frá Arngrími Vídalín Baldurssyni; Endurnýjun fjallgirðingar jarðanna Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða - drög að svarbréfi.

Málsnúmer 201805054Vakta málsnúmer

Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arngrími Vídalín Baldurssyni, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 3. maí s.l. og afgreiðslu landbúnaðarráðs. Lagðar eru fram 2 spurningar: Er fagnefnd eins og landbúnaðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála ? Ef svo er; Eru þessir meðlimir þessara nefnda kjörnir af íbúunum til þessara starfa ? Ef svar sveitarstjórnar er sama og álit landbúnaðarráðs óskar bréfritari eftir því skriflega og rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Einnig er óskað eftir stofnskjali fyrir sjóðinn sem stofnsettur var vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til girðingamála skv. fjárhagsáætlun, allt frá sameiningu sveitarfélaganna 1998. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að svarbréfi og leggja fyrir byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svarbréfi.

Til umræðu ofangreind drög að svarbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að svarbréfi.

5.Frá Forsætisráðuneytinu; Fundur um þjóðlendumál, 30. ágúst 2018

Málsnúmer 201807081Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Forsætisráðuneytinu, dagsett þann 9. júlí 2018, þar sem fram kemur að ráðuneytið áformar að halda fund fimmtudaginn 30. ágúst n.k. á Akureyri um málefni þjóðlendna og er nú haldinn í fimmta sinn. Að þessu sinni er einnig ætlunin að bjóða forsvarsmönnum fjallskilanefnda á fundinn.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar sem og að erindið verði tekið fyrir í landbúnaðarráði til upplýsingar.

6.Fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022; stefnumótun og áherslur

Málsnúmer 201806016Vakta málsnúmer

Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var til umfjöllunar vinna við fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022.

Samkvæmt tímaramma er hlutverk byggðaráðs á tímabilinu 21.06.2018 til 13.09.2018 eftirfarandi:
"Umræður og tillögur að verkefnum, framkvæmdum, áherslum og stefnu. Umræður um verklag, áherslur, markmið og tímaramma. Byggðaráð tekur formlega ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og setur fram stefnu".

Á fundinum var farið yfir meðfylgjandi Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir í hvaða farvegi vinnu við undirbúning og gerð fjárhagsáætlunar er.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða formenn fagráða og sviðstjóra til fundar með byggðaráði til að ræða verklag við fjárhagsáætlunargerðina í seinni hluta ágústmánaðar.

7.Frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs; Viðauki vegna lagnavinna við Öldugötu á Árskógssandi.

Málsnúmer 201806066Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:42 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra veitu- og hafnasviðs. dagsett þann 21. júní 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.500.000 vegna nýlagna við Öldugötu á Árskógssandi, kr. 3.600.000 á vatnsveitu, 44200-11606, og kr. 6.900.000 á fráveitu, 74200-11606. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á eigíð fé. Fram kemur að lóðum hefur verið úthlutað við Öldugötu og stendur fyrir að hefja gatnagerð og því er nauðsynlegt að ljúka lagnavinnu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig erindi sviðstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 18. júlí 2018, sem er svar við þeirri ósk að gerð yrði grein fyrir því hvað verkþátturinn myndi kosta meira ef hann yrði ekki unnin samhliða jarðvegsvinnu gatnagerðar. Fram kemur að gera má ráð fyrir að kostnaðaraukningin yrði kr. 750.000 sem og að rétt þyki einnig að geta þess að það er gott að láta götur standa í eitt ár eftir jarðvegsskipti áður en þær eru malbikaðar vegna hættu á sigi. Þetta eigi sérstaklega við ef skurðir í þeim vegna lagna eru djúpir.

Til umræðu ofangreint. Sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs veitti upplýsingar inn á fundinn í gegnum síma.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun 2018 allt að kr. 10.500.000, þannig að kr. 6.900.000 fari á 44200-11606 og kr. 3.600.000 fari á 74200-11606 vegna lagna í Öldugötu á Árskógssandi og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Byggðaráð óskar eftir að sviðstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð nánari upplýsingar og sundurliðun á kostnaði veitna vegna lagna í Öldugötu, sbr. ofangreint.
Byggðaráð samþykkir einnig samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri veitu- og hafnasviðs leggi fyrir byggðaráð upplýsingar og sundurliðun á hver kostnaðurinn var við lagnir í Ægisgötu í samanburði við heimild í framkvæmdaáætlun fjárhagsáætlunar 2018 fyrir þetta tiltekna verk.

8.Landbúnaðarráð - 119, frá 11.07.2018

Málsnúmer 1807004FVakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 11:17 og tók við fundarstjórn að nýju.

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
  • Kynnt fyrir ráðinu hlutverk kjörinna fulltrúa.
    Landbúnaðarráð - 119 Undir þessum lið komu á fundinn varamaðurinn Sigvaldi Gunnlaugsson, Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, Hildur Birna Jónsdóttir,
    Eva Björg Guðmundsdóttir og Óskar S.Gunnarsson boðuðu forföll.
    Guðrún Pálína Jóhannsdóttir kom inn á fundin kl. 09:00 og fór yfir eftirfarandi

    a) Farið yfir erindisbréf lanbúnaðarráðs.

    b) Farið yfir hlutverk kjörinna fulltrúa, meðal annars þagnarskyldu, trúnað, siðareglur og hæfisreglur. Farið einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

    c) Ákvörðun um fundartíma ráðsins.



    a) Til kynningar.
    b) Til kynningar.
    c) Samþykkt með 5 atkvæðum að fundartími verði annan fimmtudag í mánuði kl. 9:00.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðrún Pálína vék af fundi kl. 09:45

    Til kynningar erindisbréf landbúnaðaráðs 2018-2022.
    Landbúnaðarráð - 119 Ráðið leggur til að erindisbréfið verði endurskoðað samkvæmt umræðum á fundinum og lagt fram á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sigvaldi Gunnlaugsson vék af fundi kl. 10:02.

    Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla fjármála landbúnaðarráðs.
    Landbúnaðarráð - 119 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu umsókn um stækkun á skóræktarsvæði jarðarinnar Tungufells í Svarfaðardal. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi, en bendir á að mikilvægt er að við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði mörkuð stefna í skógrækt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri afgreiðslu landbúnaðarráðs til umhverfisráðs vegna skipulagsmála.
  • Með innsendu erindi dags. 19. júní 2018 óskar Patryk Grezegorz eftir búfjárleyfi fyrir 8-10 hænum samkvæmt meðfylgjandi umsókn. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita leyfi fyrir allt að fimm hænum.
    Ráðið minnir á að ekki er heimilt að hafa hana í þéttbýli.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 30. maí 2018 óskar Hafþór Þórarinsson eftir búfjárleyfi fyrir þrjár landnámshænur. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Ráðið minnir á að ekki er heimilt að hafa hana í þéttbýli.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • 8.7 201803053 Styrkvegir 2018
    Til kynningar úthlutun úr styrkvegasjóði 2018. Landbúnaðarráð - 119 Ráðið fagnar styrknum sem varið verður til lagfæringa á brú og vegslóða inn að Heljadalsheiði og Skíðadalsafrétt. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs