Landbúnaðarráð - 119, frá 11.07.2018

Málsnúmer 1807004F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Formaður byggðaráðs kom inn á fundinn að nýju kl. 11:17 og tók við fundarstjórn að nýju.

Til afgreiðslu:
4. liður.
5. liður.
6. liður.
  • Kynnt fyrir ráðinu hlutverk kjörinna fulltrúa.
    Landbúnaðarráð - 119 Undir þessum lið komu á fundinn varamaðurinn Sigvaldi Gunnlaugsson, Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, Hildur Birna Jónsdóttir,
    Eva Björg Guðmundsdóttir og Óskar S.Gunnarsson boðuðu forföll.
    Guðrún Pálína Jóhannsdóttir kom inn á fundin kl. 09:00 og fór yfir eftirfarandi

    a) Farið yfir erindisbréf lanbúnaðarráðs.

    b) Farið yfir hlutverk kjörinna fulltrúa, meðal annars þagnarskyldu, trúnað, siðareglur og hæfisreglur. Farið einnig yfir fundarsköp samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.

    c) Ákvörðun um fundartíma ráðsins.



    a) Til kynningar.
    b) Til kynningar.
    c) Samþykkt með 5 atkvæðum að fundartími verði annan fimmtudag í mánuði kl. 9:00.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðrún Pálína vék af fundi kl. 09:45

    Til kynningar erindisbréf landbúnaðaráðs 2018-2022.
    Landbúnaðarráð - 119 Ráðið leggur til að erindisbréfið verði endurskoðað samkvæmt umræðum á fundinum og lagt fram á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sigvaldi Gunnlaugsson vék af fundi kl. 10:02.

    Til kynningar mánaðarleg stöðuskýrsla fjármála landbúnaðarráðs.
    Landbúnaðarráð - 119 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til afgreiðslu umsókn um stækkun á skóræktarsvæði jarðarinnar Tungufells í Svarfaðardal. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi, en bendir á að mikilvægt er að við fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins verði mörkuð stefna í skógrækt.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri afgreiðslu landbúnaðarráðs til umhverfisráðs vegna skipulagsmála.
  • Með innsendu erindi dags. 19. júní 2018 óskar Patryk Grezegorz eftir búfjárleyfi fyrir 8-10 hænum samkvæmt meðfylgjandi umsókn. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita leyfi fyrir allt að fimm hænum.
    Ráðið minnir á að ekki er heimilt að hafa hana í þéttbýli.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 30. maí 2018 óskar Hafþór Þórarinsson eftir búfjárleyfi fyrir þrjár landnámshænur. Landbúnaðarráð - 119 Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Ráðið minnir á að ekki er heimilt að hafa hana í þéttbýli.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • .7 201803053 Styrkvegir 2018
    Til kynningar úthlutun úr styrkvegasjóði 2018. Landbúnaðarráð - 119 Ráðið fagnar styrknum sem varið verður til lagfæringa á brú og vegslóða inn að Heljadalsheiði og Skíðadalsafrétt. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleiri liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs lagðir fram til kynningar.