Endurnýjun fjallgirðingar jarðanna Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða

Málsnúmer 201805054

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 118. fundur - 14.05.2018

Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Arngrímur Vídalín Baldursson eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar vegna endurnýjunar á fjallgirðingu í landi Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða.
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á þátttöku sveitarfélagsins þar sem ekki er um sambærilegar aðstæður að ræða og á Árskógsströnd.


Samþykkt með þremur atkvæðum.

Byggðaráð - 871. fundur - 12.07.2018

Á 118. fundi landbúnaðarráðs þann 14. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 3. maí 2018 óskar Arngrímur Vídalín Baldursson eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar vegna endurnýjunar á fjallgirðingu í landi Syðra-Hvarfs og Hjaltastaða.
Landbúnaðarráð getur ekki fallist á þátttöku sveitarfélagsins þar sem ekki er um sambærilegar aðstæður að ræða og á Árskógsströnd. Samþykkt með þremur atkvæðum."

Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var ofangreind afgreiðsla landbúnaðarráðs samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Tekið fyrir erindi frá Arngrími Vídalín Baldurssyni, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 3. maí s.l. og afgreiðslu landbúnaðarráðs.

Lagðar eru fram 2 spurningar:
Er fagnefnd eins og landbúnaðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála ?

Ef svo er;
Eru þessir meðlimir þessara nefnda kjörnir af íbúunum til þessara starfa ?

Ef svar sveitarstjórnar er sama og álit landbúnaðarráðs óskar bréfritari eftir því skriflega og rökstuðningi fyrir ákvörðuninni.

Einnig er óskað eftir stofnskjali fyrir sjóðinn sem stofnsettur var vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til girðingamála skv. fjárhagsáætlun, allt frá sameiningu sveitarfélaganna 1998.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að svarbréfi og leggja fyrir byggðaráð.

Byggðaráð - 872. fundur - 19.07.2018

Á 871. fundi byggðaráðs þann 12. júlí 2018 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Arngrími Vídalín Baldurssyni, dagsett þann 4. júní 2018, þar sem vísað er í ofangreint erindi frá 3. maí s.l. og afgreiðslu landbúnaðarráðs. Lagðar eru fram 2 spurningar: Er fagnefnd eins og landbúnaðarráði falin fullnaðarafgreiðsla mála ? Ef svo er; Eru þessir meðlimir þessara nefnda kjörnir af íbúunum til þessara starfa ? Ef svar sveitarstjórnar er sama og álit landbúnaðarráðs óskar bréfritari eftir því skriflega og rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. Einnig er óskað eftir stofnskjali fyrir sjóðinn sem stofnsettur var vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd og upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til girðingamála skv. fjárhagsáætlun, allt frá sameiningu sveitarfélaganna 1998. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að svarbréfi og leggja fyrir byggðaráð."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svarbréfi.

Til umræðu ofangreind drög að svarbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að svarbréfi.