Málsnúmer 201805066Vakta málsnúmer
Undir þessum lið sat áfram fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 226. fundi fræðsluráðs þann 23. maí 2018 var eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóri Krílakots lögðu fram beiðni um ráðningu í nýja stöðu verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti. Um er að ræða 100% starf. Leikskólakennari sem nú er að láta af 75% starfi hefur sinnt sérkennslu fram að þessu. Auk þess er óskað eftir 15% viðbótarstöðugildi til sérkennslu vegna aukinna þarfa. Samtals er um 40% aukningu stöðugilda að ræða. Áætlaður kostnaður við þessa aukningu er um það bil 3.000.000 kr.á ári. Fræðsluráð samþykkir beiðnina með 5 atkvæðum." Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var samþykkt sú tillaga að vísa ofangreindu máli til byggðaráðs. Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 18. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að auglýsa eftir sérkennslustjóra við leikskólann í 100% starf sem allra fyrst. Starfsmaður sem hefur séð um málörvun og sérkennslu tvítyngdra barna í 75% starfi mun láta af störfum 15. júlí n.k. Að auki er óskað eftir heimild til að ráða í 15% starf vegna stuðnings. Samtals er því um að ræða 40% aukningu á stöðugildum við Krílakot. Áætlaður kostnaður vegna þessa er kr. 2.892.000 á ári. Til umræðu ofangreint. Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 14:17.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir formlegri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Krílakots vegna starfsmannamála ásamt þarfagreiningu stöðugilda til áramóta, sbr. einnig mál 201806077 hér að ofan. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi þarfagreining leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 24. júlí 2018, varðandi stöðuhlutföll við Krílakot haustið 2018. Fram kemur að það er mat leikskólastjóra að núverandi heimild fyrir stöðugildum, að því gefnu að heimild fáist til að ráða verkefnisstjóra sérkennslu, sé fullnægjandi eða sem nemur 27,55 stöðugildum.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig viðaukabeiðni frá skólastjóra Krílakots og sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. júlí 2018, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.000.000 vegna ráðningar á verkefnastjóra sérkennslu.
Til umræðu ofangreint.