Tekið fyrir erindi frá Íslenskri orkumiðlun ehf., dagsett þann 4. júní 2018, móttekið þann 14. júní 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum og gögnum frá sveitarfélaginu, m.a. með vísan til upplýsingalaga nr. 140/2012, í tengslum við raforkukaup sveitarfélagsins.
a) Hefur Dalvíkurbyggð boðið út raforkukaup sveitarfélagsins og/eða hyggur sveitarfélagið á útboð raforkukaupa félagsins á grundelli laga nr. 120/2016 ?
b) Hefur Dalvíkurbyggð stefnu í útboðum / innkaupum á raforku (verðstefna / almenn stefna)?
c) Hver voru heildarinnkaup sveitarfélagsins á raforku árið 2017 og fyrstu 3 mánuði ársins 2018 (flokkað eftir af hverjum var keypt, hversu mikið magn á og hvaða verði)?
Óskað er eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar og svörum við framangreindu sem fyrst, sem og þeim upplýsingum sem óskað er eftir, og eigi síðar en 14 dögum eftir móttöku þessarar beiðni.
Til umræðu ofangreint.