Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:19.
Á 869. fundi byggðaráðs þann 22. janúar 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék af fundi Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, kl. 12:14. Þórhalla kom inn á fundinn að nýju kl. 12:14. Á 304. fundi sveitarstjórnar þann 11. júní 2018 var eftirfarandi bókað: "Til máls tók: Katrín Sigurjónsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og 7 lið hér á eftir og vék af fundi kl. 10:19. Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu: "Sveitarstjórn samþykkir að ráða Katrínu Sigurjónsdóttur, kt. 070268-2999, til heimils að Sunnubraut 2, 620. Dalvík, sem sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar kjörtímabilið 2018-2022. Byggðarráði er falið að ganga frá starfssamningi við sveitarstjóra." Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu um ráðningu sveitarstjóra, Katrín Sigurjónsdóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. "
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðaráðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna drög að starfssamningi við sveitarstjóra. "
Á 870. fundi byggðaráðs þann 4. júlí s.l. var umfjöllun og afgreiðslu um þennan lið frestað.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að starfs- og launasamningi við Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra.
Til umræðu ofangreint.