Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. fór fram 21. júní s.l. eða í gær en fundinn sátu fyrir hönd Dalvíkurbyggðar Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, forseti sveitarstjórnar, sem gerðu grein fyrir fundinum. Á fundinum var til umfjöllunar tillaga um að fela stjórn AFE að leita eftir því við Eyþing og aðildarsveitarfélögin að Eyþing og AFE taki upp viðræður um samrekstur til að annast þau verkefni og skuldbindingar sem þessir aðilar hafa.
Upplýst var á fundinum að ofangreind tillaga var samþykkt í gær á aðalfundinum.
Til umræðu ofangreint.