Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, dagsett þann 12. júní 2018, er varðar kosningu fulltrúa á aðalfund Eyþings. Í IV. kafla í lögum Eyþings er fjallað um kosningu aðal- og varafulltrúa til aðalfundar. Fram kemur að aðalfundurinn verður haldinn dagana 21. og 22. september n.k. í Mývatnssveit. Vakin er einnig athygli á grein 5.2. í lögum Eyþings um skipun 20 manna fulltrúaráðs. Ekki er ástæða til að kjósa í fulltrúaráðið fyrr en að loknum aðalfundi og fyrir liggur hverjir skipa stjórn Eyþings en aðalmenn í stjórn eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið.
Á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 11. júní s.l. voru aðalmenn og varamenn á aðalfund Eyþings kosnir og eru þeir eftirtaldir:
Eyþing, aðalfundur
Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt. 100956-3309
Varamenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Guðmundur St Jónsson (J) kt 230571-6009