Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund landbúnaðarráðs Bjarni Th. Bjarnason, sveitastjóri, og Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður í byggðaráði, kl. 13:30.
Á 867. fundi byggðaráðs þann 11. maí 2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 861. fundi byggðaráðs þann 28. mars 2018 var eftirfarndi bókað:
'Á 858. fundi byggðaráðs var m.a. samþykkt eftirfarandi: 'Á 855. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar 2018 var m.a. eftirfarandi bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að hafa samband við bæjarlögmann og fela honum að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerðu grein fyrir framvindu málsins. Lagt fram til kynningar.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 20. mars 2017, til Dalvíkurbyggðar og Pacta lömanna er varðar fyrirhugaða hesthúsalóð. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. '
Ofangreint mál var einnig áfram til umfjöllunar á fundum byggðaráðs nr. 864 og nr. 865.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi við Viðarholt ehf., Freydísi Dönu Sigurðardóttur, kt. 010672-5549, Árskógi lóð 1, vegna fyrirhugaðrar byggingar hesthúss í Dalvíkurbyggð.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að landbúnaðarráð fjalli um málið á fundi sínum í dag kl. 13:30 vegna samninga um beitiland. Byggðaráð leggur áherslu á að farið verði yfir þau atriði sem standa út af og felur bæjarlögmanni að fara yfir málin með forsvarsmönnum Viðarholts ehf. og lögmanni þeirra."