Fundargerðir Fjallskiladeilda 2017

Málsnúmer 201710042

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 114. fundur - 16.11.2017

Til kynningar fundargerð fjallskiladeildar Dalvíkurdeildar 2017 og innsendur reikningur vegna fjallskila.
Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 115. fundur - 21.12.2017

Til kynningar fundagerðir fjallskiladeilda Svarfaðardals og Árskógsdeildar.
Lagt fram til kynningar.

Landbúnaðarráð - 116. fundur - 15.03.2018

Á 114. fundi landbúnaðarráðs þann 17. nóvember 2017 var eftirfarandi bókað.

'Landbúnaðarráð gerir athugasemdir við niðurröðun dagsverka og felur sviðsstjóra að boða fjallskilastjóra á næsta fund ráðsins.
Ráðið gerir einnig athugasemdir við innsendan reikning.
Samþykkt með fimm atkvæðum.'

Sigurbjörg vék af fundi kl. 11:23

Ráðið felur sviðsstjóra að leyta álits lögfræðings Bændasamtakanna á túlkun leigusamninga á landi Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

Landbúnaðarráð - 117. fundur - 11.05.2018

Til umræðu sameiginleg greinargerð Guðrúnar V. Steingrímsdóttur lögfræðings Bændasamtakanna og Ólafs Dýrmundssonar fyrrverandi ráðunautur Bændasamtakanna vegna fjallskilamála í Dalvíkurbyggð.
Samkvæmt niðurstöðu greinagerðarinnar er ekki heimilt að leggja dagsverk á sauðlausar jarðir í Dalvíkurbyggð án samþykkis viðkomandi umráðamanns þar sem eingöngu er stuðst við fjárfjölda við niðurröðun dagsverka. Þar sem grunnviðmið við álagningu gangnadagsverka í Dalvíkurbyggð er fjárfjöldi en ekki landverð eins og heimilt er í lögum að nota.
Ef landverð væri notað sem viðmið þá myndi það þurfa að gilda á allar jarðir í sveitarfélaginu.


Að gefnu tilefni vill landbúnaðarráð benda á að allir umráðendur lands í Dalvíkurbyggð skulu smala sín heimalönd samhliða fyrstu og öðrum göngum og gera skil á ókunnu fé sem þar kann að vera.
Ráðið vill beina því til fjallskilastjóranna að þeir ítreki ábendingar til landeigenda hvað varðar heimalöndin jafnt og send er út niðurröðun fjallskila.

Þá skal því beint til fjallskilastjóra að þeir noti í öllum deildunum þremur sömu viðmiðunartölu til mats á dagsverkum sem yrði þá fyrir næstkomandi haust kr. 8.870,-