Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Friðrik lögmaður frá Prima lögmönnum ásamt umbjóðendum sínum Freydísi Dönu Sigurðardóttur og Guðröði Ágústsyni, kl. 13:00. Einnig mættu á fundi Árni Pálsson, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.
Á 846. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember 2011 var eftirfarandi bókað:
"Á 845. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember 2017 var m.a. eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Prima lögmönnum, dagsett þann 3. nóvember 2017, en móttekið þann 15. nóvember 2017, þar sem fram kemur fyrir hönd Freydísar Dönu Sigurðardóttur að krafist er þess að gengið verði frá umsókn um lóðarstækkun að Árskógi lóð 1, og umbjóðanda Prima lögmanna send staðfesting þess efnis. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisvið að ganga frá tillögu að svarbréfi við ofangreindu erindi í samráði við bæjarlögmann og í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðaráð." Á fundinum voru kynnt drög að svarbréfi. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög að bréfi með áorðnum breytingum sem voru gerðar á fundinum."
Til umræðu ofangreint.
Friðrik, Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:54.
Börkur Þór og Þorsteinn viku af fundi kl. 14:19.
Árni vék af fundi kl. 14:23.