Frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201711043

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17 til annarra starfa.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta jákvæð um kr. 157.256, þar af er A-hlutinn jákvæður um kr. 74.501.000.
Lántaka Samstæðu A- og B-hluta er 187 m.kr. í stað 237 m.kr eins og lagt var af stað með.
Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 164 m.kr.
Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta eru áætlaðar um 417 m.kr. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir 383 m.kr.


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem lagðar eru til lið 5. hér að ofan, málsnr. 201712031.

Sveitarstjórn - 298. fundur - 14.12.2017

Á 848. fundi byggðaráðs þann 7. desember 2017 var eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum lið kl. 15:17 til annarra starfa. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017. Helstu niðurstöður: Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B-hluta jákvæð um kr. 157.256, þar af er A-hlutinn jákvæður um kr. 74.501.000. Lántaka Samstæðu A- og B-hluta er 187 m.kr. í stað 237 m.kr eins og lagt var af stað með. Afborganir langtímalána eru áætlaðar um 164 m.kr. Fjárfestingar Samstæðu A- og B-hluta eru áætlaðar um 417 m.kr. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir 383 m.kr. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum sem lagðar eru til lið 5. hér að ofan, málsnr. 201712031. "


Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 og helstu forsendum og niðurstöðum.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 168.584.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A-huta er kr. 85.829.000 jákvæð.
Fjárfestingar og framkvæmdir Samstæðu A- og B- hluta er kr. 400.694.000.
Langtímalántaka Samstæðu A- og B-hluta er áætluð kr. 187.000.000.
Veltufé frá rekstri Samstæðu A - og B- hluta er áætlað kr. 322.574.000.
Afborgun lána Samstæðu A- og B-hluta er kr. 163.785.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2017 eins og hann liggur fyrir.