Afsláttur fasteignaskatts 2018 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega; drög að reglum.

Málsnúmer 201711046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2018.

Til umræðu.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkupphæðin hækki um 7,9%, sbr. hækkun á fasteignamati ársins 2018, og að viðmiðunarfjárhæðir tekna hækki um 6,8% sbr. áætlun launavísitala ársins 2017.

Upphæðir verða þá;
kr. 66.310 styrkur
Kr. 2.409.627
Kr. 3.325.601.






b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þær tillögur sem liggja fyrir að breytingum á reglunum sjálfum, sbr. tillaga með fundarboði.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhæðir í reglunum taki breytingum samkvæmt viðmiðum ár hvert í lið a) hér að ofan nema að annað sé ákveðið.