Málefni Menntaskólans á Tröllaskaga (MTR)

Málsnúmer 201607033

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 784. fundur - 04.08.2016

a) Tekið fyrir erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 11. júlí 2016, þar sveitarstjóri Gunnar I. Birgisson, gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við MTR. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í þeim framkvæmdum væri árið 2017 kr. 1.650.000.



b) Í sama erindi kemur fram að láðst hafi að gera leigusamning við sveitarfélögin vegna greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðis MTR.



Dalvíkurbyggð hefur stutt við Menntaskólann á Tröllaskaga frá stofnun hans með greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðisins. Fyrir fundinum liggur leigusamningur sem formgerir þennan stuðning sem tekur gildi 1.1.2016 og gildir í 5 ár eða til ársloka 2020. Samningurinn er óuppsegjanlegur nema ef aðilar sammælast um annað. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu árið 2016 er kr. 275.058. Leigafjárhæð hækkar skv. NVT 1. janúar ár hvert.





Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hlutdeild Dalvíkurbyggðar í byggingaframkvæmdum við MTR, kr. 1.650.000, með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning um hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu til 5 ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt.

Byggðaráð - 848. fundur - 07.12.2017

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
"a) Tekið fyrir erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 11. júlí 2016, þar sveitarstjóri Gunnar I. Birgisson, gerir grein fyrir fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum við MTR. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í þeim framkvæmdum væri árið 2017 kr. 1.650.000. b) Í sama erindi kemur fram að láðst hafi að gera leigusamning við sveitarfélögin vegna greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðis MTR. Dalvíkurbyggð hefur stutt við Menntaskólann á Tröllaskaga frá stofnun hans með greiðslu á hlutdeild í leigu húsnæðisins. Fyrir fundinum liggur leigusamningur sem formgerir þennan stuðning sem tekur gildi 1.1.2016 og gildir í 5 ár eða til ársloka 2020. Samningurinn er óuppsegjanlegur nema ef aðilar sammælast um annað. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu árið 2016 er kr. 275.058. Leigafjárhæð hækkar skv. NVT 1. janúar ár hvert. Til umræða ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum hlutdeild Dalvíkurbyggðar í byggingaframkvæmdum við MTR, kr. 1.650.000, með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning um hlutdeild Dalvíkurbyggðar í leigu til 5 ára með fyrirvara um að öll sveitarfélögin taki þátt."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Fjallabyggð, dagsett þann 29. nóvember 2017, þar sem fram kemur að nú sé lokið viðbyggingu við MTR og varð byggingakostnaður 16 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir vegna verðlagshækkana og magnaukningar. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar er 1,8 m.kr.
Lagt fram til kynningar.