Byggðaráð

851. fundur 11. janúar 2018 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Starfsmannamál - ráðningar

Málsnúmer 201801025Vakta málsnúmer

a) Umhverfis- og tæknisvið, nýtt starf skv. fjárhagsáætlun 2018.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.

Samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir nýju stöðugildi á umhverfis- og tæknisviði, 100% starf, en gert er ráð fyrir að nýr starfsmaður starfi með umhverfisstjóra.

Börkur Þór gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

Börkur vék af fundi kl. 13:26.

b) Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, ráðning í starf í stað yfirhafnavarðar.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:27.

Fyrir liggur að yfirhafnavörður mun láta af störfum í enda febrúar 2018. Til umræðu ráðning starfsmanns Hafnasjóðs Dalvíkurbyggð í stað yfirhafnavarðar. Þorsteinn gerði grein fyrir í hvaða farvegi málið er.

Þorsteinn vék af fundi kl. 13:55.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá 298. fundi sveitarstjórnar þann 14.12.2017; Fjárhagsáætlun 2018: endurnýjun og/eða viðhald á stoðveggi á lóðarmörkum við Hafnarbraut 16 og 18

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Á 298. fundi umhverfisráðs þann 1. desember 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Herberti Hjálmarssyni, Guðrúnu F. Skarphéðinsdóttur, Hólmfríði A. Gísladóttur og Júlíusi Baldurssyni, dagsett þann 4. ágúst 2017, þar sem óskað er eftir að stoðveggur á lóðamörkum við Hafnarbraut verði endurnýjaður og/eða honum viðhaldið. Á 295. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað þar til álit lögmanns sveitarfélagsins lægi fyrir.
Með vísan til álits lögmanns Dalvíkurbyggðar ber Dalvíkurbyggð ekki ábyrgð á kostnaði vegna viðhalds veggjanna. Þeir standa innan lóðarmarka og teljast til séreignar eins og hún er skilgreind m.a. í lögum um fjöleignarhús. Óljósar upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu veggjanna á sínum tíma breyta ekki þessari niðurstöðu. Ekkert liggur fyrir um að Dalvíkurbyggð hafi áður komið að viðhaldi veggjanna sem þá þýðir væntanlega að eigendur húsanna hafa sinnt viðhaldinu hingað til. Þáttöku sveitarfélagsins er því hafnað. Samþykkt með 5 atkvæðum. "


Á 298. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2017 var samþykkt sú tillaga sveitarstjóra að fresta afgreiðslu á þessum lið í fundargerð umhverfisráðs og vísa til byggðaráðs til frekari umfjöllunar.

Til umræðu ofangreint.

Afgreiðslu frestað.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Tímabundið tækifærisleyfi v/þorrablóts á Rimum

Málsnúmer 201801007Vakta málsnúmer

Heiða Hilmarsdóttir tók ekki í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumannninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 3. janúar 2018, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tímabundið tækifærisleyfi frá Ungmennafélaginu Þorsteini Svörfuði, kt. 560694-2969, forsvarsmaður er Jón Haraldur Sölvason, kt. 130388-3109. Staðsetning er Félagsheimilið Rimar og tímasetning er 27. janúar - 28. janúar 2018, frá kl. 19:00 - 04:00. Tilefni skemmtunar er Þorrablót Svarfdælinga 2018.

Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins með fyrirvara um umsögn slökkviliðsstjóra, Heiða Hilmarsdóttir tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu.

4.Aukin vetrarþjónusta og hálkuvarnir í Svarfaðardal

Málsnúmer 201801038Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar frétt af vef Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins, dagsett þann 5. janáur 2018, um að vetrarþjónusta verði aukin á þjóðvegum. Fram kemur að Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið í samráði við Vegagerðina að auka vetrarþjónustu og hálkuvarnir á ákveðnum köflum á þjóðvegakerfinu í því skyni að bæta umferðaröryggi, m.a. á Norðurlandi á Svarfaðardalsvegi.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til umfjöllunar og að óskað sé eftir að Vegagerðin fundi með fulltrúum umhverfisráðs og byggðaráðs. Að slíkur fundur fjalli um samráð við sveitarfélagið þannig að moksturinn þjóni íbúum sveitarfélagsins sem best.

5.Frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni; Skortur á leikskólaplássi þegar fæðingarorlofi lýkur

Málsnúmer 201801019Vakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs vék af fundi undir þessum lið sem formaður og kom inn á fundinn sem skólastjóri Árskógarskóla kl. 14:25. Guðmundur St. Jónsson tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri Árskógarskóla, kl. 14:25.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Júlíönu Kristjánsdóttur,Ísaki Einarssyni, Helgu Írisi Ingólfsdóttur og Helga Einarssyni, dagsett þann 6. janúar 2018, þar sem þau fjalla um skort á leikskólaplássum í Dalvíkurbyggð þegar fæðingarorlofi lýkur.

Til umræðu ofangreint.

Hlynur, Guðrún Halldóra og Gunnþór viku af fundi kl. 15:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs skili byggðaráði á næsta fundi greinargerð um viðbrögð við því sem rætt var á fundinum.

6.Uppgjör við Brú lífeyrissjóð - drög að samningi

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom inn á fundnn að nýju kl. 15:12 og tók við fundarstjórn að nýju.

Tekinn fyrir rafpóstur frá Brú lífeyrissjóði, dagsettur þann 4. janúar 2018, þar sem fram kemur að meðfylgjandi eru drög að uppgjöri fyrir sveitarfélagið vegna breytinga á A-deildinni. Óskað er eftir að Dalvíkurbyggðar fari yfir drögin og komi með ábendingar og athugasemdir. Samkvæmt uppgjörsdrögunum þarf Dalvíkurbyggð að greiða um 62,9 m.kr. í jafnvægissjóð, um 190,9 m.kr. í lífeyrisaukasjóð, og um 20,5 m.kr í varúðarsjóð, eða alls um 274 m.kr. Greiðslur eiga að berast eigi síðar en 31. janúar 2018. Einnig liggja fyrir drög að uppgjöri vegna Hafnasamlags Eyjafjarðar, sem slitið var árið 2007.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð lýsir furðu sinni á skömmum afgreiðslufresti Brúar lífeyrissjóðs en uppgjörinu og stjórnsýslulegri meðferð skal vera lokið eigi síðar en 31. janúar 2018.

7.Árskógur lóð 1; Frá Prima lögmönnum vegna umsóknar um lóðarstækkun

Málsnúmer 201711054Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir framvindu málsins milli funda byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela bæjarlögmanni að taka málið áfram.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs