Málsnúmer 201709004Vakta málsnúmer
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kl. 13:00.
Á 833. fundi byggðaráðs þann 7. september 2017 samþykkti byggðaráð eftirfarandi:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Leikfélags Dalvíkur á fund sem og að fá forsvarsmenn Gísla, Eiríks og Helga ehf. á fund.
Byggðaráð óskar eftir að fá áætlun frá Eignasjóði um kostnað vegna endurnýjunar á klósettaðstöðu. Byggðaráð tekur jákvætt í að sýningargluggi verði gerður eins og gert er grein fyrir í erindinu með fyrirvara um tilskilin leyfi byggingafulltrúa en framkvæmdin yrði á kostnað Gísla, Eiríks og Helga ehf."
Fulltrúar Leikfélags Dalvíkur komu á fund byggðaráðs 14. september s.l.
Tekinn fyrir rafpóstur frá Gísla, Eiríki og Helga ehf., dagsettur þann 1. september 2017, þar sem fram kemur að óskað er eftir að tekið verði tillit til eftirfarandi tillagna vegna fjárhagsáætlunar 2018. Um er að ræða sömu tillögur og árið áður, sbr. málsnr. 201609017.
Tillögur frá forsvarsmönnum Gísla, Eiríks og Helga ehf.;
1. Farið verði í endurnýjun snyrtinga í andyri Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra. Undirrituð lýsa sig tilbúin til þátttöku í kostnaði/vinnu gegn áframhaldandi samningi um afnot af andyri/snyrtingum.
2. Undirrituð hafa áður viðrað hugmyndir um að búa til glugga milli sýningarrýmis Ungo (bíósýningarsals) yfir í setustofu Bakkabræðra á efri hæð kaffihúss Bakkabræðra. Óskað er eftir þvi að farið verði í þessa framkvæmd og eru untirrituð tilbúin til viðræðna um útfærslu og þáttöku í kostnaði.
Til umræðu ofangreint.
Kristín Aðalheiður, Bjarni, Ingvar, Börkur Þór og Hlynur viku af fundi kl.13:40.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir mætti á fundinn í hans stað.