Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynni tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2017 þar sem búið er að bæta við viðaukum 12-17, sölu á Árskógi lóð 1, Lokastíg 1 íbúð 0102, Lokstíg 2 íbúð 0201, Lokastíg 2 íbúð 0301.
Einnig var tekið út kr. 26.260.221 vegna áætlunar um aukið mótframlag í lífeyrissjóði, deild 21600, sem ekki kemur til framkvæmda. Hugsunin var í staðinn að nota þessa fjárhæð í heild og/eða hluta vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð en upplýsingar og uppgjör liggur ekki enn fyrir.
Áætluð verðbólga er óbreytt 2,4% þar sem ekki liggur fyrir ný Þjóðhagsspá.
Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta kr. 139.660.000 jákvætt, þar af A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður) kr. 47.278.000 jákvætt.
Fjárfestingar eru áætlaðar kr. 443.594.000 fyrir Samstæðu A- og B-hluta, þar af kr. 259.794.000 vegna Eignasjóðs og kr. 149.800.000 vegna Hafnasjóðs.
Áætluð lántaka fyrir Samstæðu A- og B-hluta er kr. 237.000.000 og veltufrá frá rekstri er áætlað kr. 306.961.000.