Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra er varðar ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.
Markmið verkefnisins er að gefa eins heildstæða mynd af sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar á 20. öld og fram á þá 21. eins og frekast er unnt. Sagan tekur til sjávarútvegs í tveimur af þeim þremur sveitarfélögum sem sameinuðust í sveitarfélagið Dalvíkurbyggð árið 1998 þ.e. Dalvíkurbæ og Árskógshreppi. Í því skyni þarf víða að leita fanga. Ritaðar heimildir liggja víða, fundagerðarbækur, greinar í blöðum, bókum og tímaritum, ýmis gögn frá sjávarútvegsfyrirtækjum á Dalvík og síðast en ekki síst verði tekin viðtöl við fjölmarga þá sem stóðu í eldlínunni t.d. stjórnendur fyrirtækja, sjómenn og aðra, til þess að varpa skemmtilegu, áhugaverðu og lifandi ljósi á viðfangsefnið. Fyrsta skrefið þarf að vera söfnun munnlegra heimilda og ljósmynda. Samkvæmt kostnaðaráætlun er miðað við að öll heimildaöflun kosti samtals um 3,3 milljónir. Lagt er til að árið 2016 verji Dalvíkurbyggð 1/3 af þeirri upphæð eða um 1,1 milljón til að afla munnlegra heimilda og ljósmynda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við menningaráð að ofangreindu verkefni verði fundið svigrúm innan fjárhagsramma málaflokks 05 á árinu 2016.