Menningarráð

60. fundur 08. desember 2016 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Á fundinn kom Jóhann Antonsson til að kynna Menningarráði aðgerðaráætlun sína er snýr að tímaramma og kostnaðarmati við gagnaöflun og skráningu heimilda.



Engin gögn liggja fyrir með þessu fundarboði.
Jóhann fór yfir sínar hugmyndir að heimildaöflun og kom jafnframt inná að mikilvægt væri að hægt yrði að nýta þær á mismunandi vegu, t.d. sem vefútgáfu, sem efni inná söfn og í ritun bókar.



Menningarráði líst vel á framkomnar hugmyndir og er Jóhanni Antonssyni falið að halda áfram heimildarsöfnun og hann skili inn framvinduskýrslu þann 1. mars 2017.





Jóhann Antonsson vék af fundi 9:15

2.Umsókn frá skipuleggjendum Rokkhátíðar D/R vegna tónleika 2016

Málsnúmer 201612016Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir erindi um styrk á móti húsaleigu á félagsheimilinu Árskógi í tengslum við árlega Rokkhátíð.
Menningarráð hafnar umsókn um styrkveitingu þar sem ekki lágu fyrir fullnægjandi gögn.



Menningarráð bendir forsvarsmönnum Rokkhátíðarinnar á að umsóknir í styrk hjá Menningarsjóði sveitarfélagsins er í byrjun hvers árs og er auglýst sérstaklega.
Fundi slitið kl. 10:35

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs