Menningarráð

58. fundur 27. september 2016 kl. 13:00 - 15:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk Varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Staða málsins rædd og ákveðið með næstu skref. Engin fylgigögn er með þessum dagskrárlið.
Málið rætt og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að ræða við Jóhann Antonsson um stöðu mála og með framhald á vinnunni.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017

Málsnúmer 201606116Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðarsafnsins Hvols sem komu inná fundinn kl. 13:50.



Laufey vék af fundi kl. 14:20



Með fundarboði fylgdi tillaga að skiptingu fjárhagsramma 2017 á málaflokk 05 (Menningarmál)sem er innan samþykkts fjárhagsramma Byggðarráðs fyrir málaflokkinn.





Starfs og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017.



Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu sviðsstjóra að skiptingu fjárhagsramma. Er tillagan innan samþykkts fjárhagsramma og er samþykkt af Menningarráði.








3.Náttúrusetur á Húsabakka ses; staða mála.

Málsnúmer 201609083Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Byggðarsafnsins Hvols.



Íris vék af fundi kl. 14:50



Í ljósi þess að búið er að selja Húsabakka, sem hýsir sýninguna Friðland fuglanna, var rætt hvað gera á við fuglasafnið og þær innréttingar sem fylgja fuglasýningunni á Húsabakka.
Fram kom að unnið er að því að pakka fuglasýningunni á Húsabakka niður í kassa þessa dagana. Forstöðumaður Byggðarsafnsins leggur til að lítill hluti af fuglasýningunni verði settur upp í Hvoli og restin verði sett í geymslu hjá sveitarfélaginu.



Menningarráð er sammála forstöðumanni Byggðarsafnsins að lítill hluti af fuglasýningunni verði settur upp í Hvoli og restinni verði komið fyrir í geymslu hjá sveitarfélaginu. Jafnframt verði leitað leiða varðandi hentugt framtíðar húsnæði fyrir fuglasýninguna.

4.Fjárhagsáætlun 2017; Sigtún og Ungó.

Málsnúmer 201609017Vakta málsnúmer

Með fundarboði liggur fyrir tvíþætt beiðni frá forsvarsmönnum Kaffihússins Bakkabræðra. Endurnýjun á salernisaðstöðu í Ungó - samnýtt af kaffihúsi Bakkabræðra og að settur verði sýningargluggi á vegginn úr setustofu á 2. hæð kaffihússins yfir í rýmið þar sem sýningarvélarnar í Ungó standa.
Beiðni um endurnýjun á klósettaðstöðu í Ungó. Niðurstaðan menningarráðs er að endurnýjunar á klósettaðstöðu sé þörf. Lagt er til að eignarsjóður leggi fram kostnaðaráætlun vegna viðhalds og endurnýjunar á klósettaðstöðu og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.





Hvað varðar beiðni Kaffihússins með sýningarglugga inn í rými þar sem nú eru sýningarvélar í Ungó, er Menningarráð hlynnt því að skoða þessa hugmynd og leggur til að eignasjóði verði falið að vinna ítarlega kostnaðaráætlun og þegar hún liggur fyrir verði tekið tillit til hennar í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.

5.Frá Dalvíkurkirkju; vegna fjárhagsáætlunar 2017

Málsnúmer 201608085Vakta málsnúmer

Í fundarboði er beiðni sem Byggðarráð vísar til Menningarráðs um fjárstyrk vegna fasteignagjalda frá formanni sóknarnefndar Dalvíkursóknar.
Menningarráð leggur til að orðið verði við þessari beiðni.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201609112Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn frá Vigni Þór Hallgrímssyni um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði.
Menningarráði hafnar umsókninni þar sem hún barst eftir að umsóknarfrestur rann út.

7.Samningur um styrk úr Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201609015Vakta málsnúmer

Greinargerð styrkþega um uppgjör tónlistarhátíðarinnar Bergmál 2016.
Menningarráð vill þakka aðstandendum Tónlistarhátíðarinnar Bergmál fyrir vel unnin störf og vonumst til að leiðir okkar liggi saman í framtíðinni.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk Varamaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs