Tekinn fyrir rafpóstur frá Ríkisskattstjóra, dagsettur 8. nóvember 2019, svar við beiðni frá stjórn Náttúrusetursins á Húsabakka um að fá að slíta félaginu skv. 83. gr. a laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög, svokölluð einföld slit.
Ekki er talið unnt að beita 83. gr. a. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög við slit á sjálfseignarstofnun í atvinnurekstri sem starfar samkvæmt lögum nr. 33/1999. Talið er að um slit á sjálfseignarstofnun verði að fara eftir 85. gr. laganna og að kjósa þurfi skilanefnd.
Haft hefur verið samráð við aðra eigendur Náttúrusetursins ses og hafa þeir óskað eftir því að Dalvíkurbyggð leiði þessa vinnu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því.