Menningarráð

57. fundur 17. mars 2016 kl. 08:15 - 10:45 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Jóhann Antonsson kom á fund Menningarráðs til að ræða útgáfu á Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar kl 08:15



Jóhann Antonsson kom á fundinn undir fyrsta dagskrárlið og fór yfir hvað hann hefur ritað í gegnum árin í Norðurslóð, Fiskidagsblaðið og á öðrum vettvangi um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Einnig hefur hann viðað að sér ýmsum heimildum með viðtölum við aðila sem tengjast/tengdust sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð og samferðamönnum þeirra. Fram kom að það er heilmikið efni til en jafnframt var á það bent að það eru göt í núverandi heimildasöfnun sem þarf að skoða. Jóhann sér fyrir sér að heimildarsöfnun verði þannig háttað að hægt verði að skrifa bók uppúr þeim heimildum sem hann hefur yfir að ráða og úr þeirri rannsóknarvinnu sem ráðast þyrfti í. Í framhaldinu væri hægt að nýta þær til að setja upp sýningu/safn um sjávarútvegssögu Dalvíkur/Íslands.



Jóhann Antonson vék af fundi kl. 09:03

Menningarráð er sammála um að nú þurfi að hafa hraðar hendur varðandi gagnaöflun og viðtöl við núlifandi fólk sem komið hefur að sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Það er tillaga ráðsins að öll viðtöl verði hljóðrituð. Þá var lögð áhersla á að samhliða gagnaöflun þurfi að móta skýran ramma utan um verkefnið. Skoðað verði að skipta verkefninu upp í c.a. 3 áfanga, t.d. að fyrsti áfangi verði gagnaöflun, viðtöl og gerð vinnuramma um verkefnið (þar með talið tímarammi og kostnaðaráætlun), annar áfangi verði ritun verksins og þriðji áfangi verði útgáfa verksins. Ráðið leggur til að Jóhann Antonsson verði fenginn til að vinna að gagnaöflun og taka viðtöl á þessu ári. Kostnaði er vísað á lið 05810-9145.



Þá var rætt að komið yrði á fót ritnefnd sem stýrði verkefninu og var sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að skoða það mál.



2.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201603062Vakta málsnúmer

Umsækjandi er Svardælskur Mars og ábyrgðaraðili er Svanfríður Inga Jónasdóttir. Tekin var fyrir umsókn að fjárhæð 220 þúsund krónur vegna málþings í Bergi þann 20. mars n.k.
Menningarráð samþykkti styrkveitingu að fjárhæð 150 þúsund krónur. Vísað á lið 05810-9145.

3.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201603063Vakta málsnúmer

Umsækjandi og ábyrgðaraðili er Jóhannes Jón Þórarinsson. Tekin var fyrir beiðni um 400 þúsund króna styrkveitingu til skrásetningar á minjum í Skíðadal.
Það var niðurstaða ráðsins að hafna þessari beiðni þar sem þegar er búið að skrá þessar minjar.

4.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201603066Vakta málsnúmer

Umsækjandi og ábyrgðaraðili er Íris Hauksdóttir. Tekin var fyrir beiðni um styrk að fjárhæð 170 þúsund vegna vinnu við að koma söngefni og sögum á íslensku á internetið fyrir börn.
Ekki verður séð að verkefnið falli undir þau megin markmið sem sjóðurinn starfar eftir. Því er beiðninni hafnað.



5.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201603065Vakta málsnúmer

Umsækjandi er Karlakór Dalvíkur og ábyrgðaraðili er Sigurður Hafsteinn Pálsson. Tekin var fyrir beiðni um 250 þúsund króna styrk.
Samþykkt var styrkveiting að fjárhæð 220 þúsund krónur og vegur þar þungt undirbúningur að kóramóti Heklu árið 2017. Vísað á lið 05810-9145.

6.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201603064Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Valdimar Þór Viðarsson af fundi vegna vanhæfis kl. 09:05, kom aftur inn á fund kl. 09:20.



Umsækjandi er Menningarfélagið Berg/Klassík og ábyrðaraðili er Gréta Guðleif Arngrímsdóttir. Tekin var fyrir umsókn um 200 þúsund króna styrkveitingu.
Samþykkt var styrkveiting að fjárhæð 170 þúsund krónur. Vísað á lið 05810-9145.



7.Umsóknir í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201603071Vakta málsnúmer

Umsækjandi er Mímiskórinn-kór eldri borgara og ábyrgðaraðili er Félag eldriborgara. Tekin var fyrir beiðni um 200 þúsund króna styrkveitingu.
Samþykkt var styrkveiting að fjárhæð 150 þúsund krónur. Vísað á lið 05810-9145.

8.Umsóknir í menningarsjóð Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201603071Vakta málsnúmer

Umsækjandi er Sveinn E. Jónsson-Hollvinir Látra-Bjargar og ábyrgðarmaður er Sveinn E. Jónsson. Tekin var fyrir beiðni um 1 milljón króna styrkveitingu.
Samþykkt var styrkveiting að fjárhæð 500 þúsund krónur þar sem verkefnið stuðlar að menningartengdri ferðamennsku. Vísað á lið 05810-9145.

9.Ósk um styrk vegna 100 ára afmælis Kristjáns Eldjárns

Málsnúmer 201603074Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Kristján Hjartarson af fundi vegna vanhæfis kl. 09:50, kom aftur inn á fund kl. 10:05



Umsækjandi er Sögufélag Svarfdæla og ábyrgðaraðili er Hjörleifur Hjartarson. Tekin var fyrir beiðni um styrkveitingu.
Samþykkt var styrkveiting að fjárhæð 200 þúsund krónur. Vísað á lið 05810-9145.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Valdemar Þór Viðarsson Formaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varaformaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs