Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer
Jóhann Antonsson kom á fund Menningarráðs til að ræða útgáfu á Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar kl 08:15
Jóhann Antonsson kom á fundinn undir fyrsta dagskrárlið og fór yfir hvað hann hefur ritað í gegnum árin í Norðurslóð, Fiskidagsblaðið og á öðrum vettvangi um sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar. Einnig hefur hann viðað að sér ýmsum heimildum með viðtölum við aðila sem tengjast/tengdust sjávarútvegi í Dalvíkurbyggð og samferðamönnum þeirra. Fram kom að það er heilmikið efni til en jafnframt var á það bent að það eru göt í núverandi heimildasöfnun sem þarf að skoða. Jóhann sér fyrir sér að heimildarsöfnun verði þannig háttað að hægt verði að skrifa bók uppúr þeim heimildum sem hann hefur yfir að ráða og úr þeirri rannsóknarvinnu sem ráðast þyrfti í. Í framhaldinu væri hægt að nýta þær til að setja upp sýningu/safn um sjávarútvegssögu Dalvíkur/Íslands.
Jóhann Antonson vék af fundi kl. 09:03
Þá var rætt að komið yrði á fót ritnefnd sem stýrði verkefninu og var sviðsstjóra fræðslu- og menningarsvið falið að skoða það mál.