Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi óskaði Menningarráð eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.
Forstöðumaður skoðaði aðstöðu og telur að um mikil menningarverðmæti sé að ræða. Leitaði hún eftir áliti frá Kvikmyndasafni Íslands. Þar kemur fram að í sögulegu tilliti sé best að hafa vélarnar á sínum upprunalega stað. Sýningarklefinn á Dalvík er sennilega einn elsti óbreytti sýningarklefi landsins.
Ljósmynda þyrfti klefann betur til að varðveita heimildir um hann ef svo færi að hann yrði tekinn niður. Kvikmyndasafn Íslands hefur mikinn áhuga á að fá að fylgjast með framvindu þessa merkilega menningarmálefnis á Dalvík.