Menningarráð

59. fundur 15. nóvember 2016 kl. 13:00 - 14:40 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði veikindaforföll og enginn mætti í hennar stað.

1.Sjávarútvegssaga Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201510077Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu og hver eru næstu skref.



Engin fylgigögn eru með þessu máli.
Sviðsstjóra er falið að hafa sambandi við Jóhann Antonsson varðandi rammasamning er snýr að tímaramma og kostnaði við gagnaöflun á Sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.

2.Umsókn um styrk

Málsnúmer 201611085Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá höfundunum Hermanni Stefánssyni, Sigurlínu Bjarneyju Gísladóttur, Atla Sigurþórssyni, Valgarði Egilssyni og Heimi Frey Hlöðverssyni um styrk til að halda upplestrar og spjallfund um Látra-Björgu.
Menningarráð tekur vel í að haldið verði málþing um Látra-Björgu í tilefni að því að liðin eru 300 ár frá fæðingu hennar og í tengslum við fyrirhugaða afhjúpun af minnismerki hennar í Dalvíkurbyggð sem Menningarsjóður styrkti.



Menningarráð samþykkir að veita styrk að fjárhæð 50 þúsund vegna málþings um Látra-Björgu.

3.Umsókn um styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði

Málsnúmer 201610091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá stjórn UMSE um styrkveitingu vegna skráningar á sögulegum gögnum vegna 100 ára afmælis UMSE.
Afgreiðslu frestað.

4.Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi Menningarráðs

Málsnúmer 201611088Vakta málsnúmer

Til umræðu er tillaga að menningarráð verði fært frá fræðslu og menningarsviði undir atvinnumála og kynningarráð.



Engin fylgigögn eru með þessu máli.
Menningarráð óskar eftir betur útfærðum tillögum til að geta tekið afstöðu til málsins.



Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson formaður
Starfsmenn
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Hlynur Sigursveinsson Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs