Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00.
Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund."
Til umræðu ofangreint.
Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.