Byggðaráð

815. fundur 16. mars 2017 kl. 13:00 - 16:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Ósk um viðræður vegna viðbyggingar við Stekkjarhús

Málsnúmer 201702092Vakta málsnúmer

Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00. Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund." Til umræðu ofangreint. Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.

Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ársuppgjör Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar fyrir árið 2016.



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar fjárhagsáætlunar 2018 og 2019-2021.

Byggðaráð tekur jákvætt í málið en vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar 2018.

2.Samvinna byggðaráðs og eldri borgara

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Á 802. fundi byggðaráðs þann 27. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð. Eftirtaldir voru kosnir í nefndina: Kolbrún Pálsdóttir. Helgi Björnsson. Þorgerður Sveinbjarnardóttir. Til vara: Helga Mattína Björnsdóttir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól. "



Með fundarboð byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara, undirritað af formanni Félags eldri borgara.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag og óskar eftir að fulltrúar Félags eldri borgara komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.

3.Kauptilboð í Árskóg lóð 1; samningsdrög um leigu vegna beitilands

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Á 814. fundi byggðaráðs þann 9. mars 2017 var til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1 og drög að samningum um beitiland. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:

a) Drög að leigusamningi um beitiland, 13.364,2 m2.

b) Drög að leigusamningi um beitiland, 15.336,7 m2.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leigusamninga eins og þeir liggja fyrir með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði vð leigutaka.

4.Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar; endurskoðun 2017

Málsnúmer 201606115Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar endurskoðun á Lögreglusamþykkt Dalvíkurbyggðar en gildandi samþykkt er frá júlí 2008.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögur að breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Einnig er óskað eftir umsögn frá lögreglu.

5.Fjárhagsáætlunarferli- endurskoðun

Málsnúmer 201703054Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögur að breytingum á fjárhagsáætlunferli Dalvíkurbyggðar en í megin atriðum er um uppfærslu að ræða í samræmi við breytingar sem hafa orðið.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar breytingar og vísar til umræðu í framkvæmdastjórn.

6.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál.

Málsnúmer 201703056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þannn 10. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um orlof húsmæðra, eigi síðar en 24. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál.

Málsnúmer 201703069Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 14. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga, eigi síðar en 30. mars n.k.

8.Mánaðarlegar stöðuskýrslur fyrir fagráð og byggðaráð

Málsnúmer 201604102Vakta málsnúmer

Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu bókhalds í samanburði við fjárhagsáætlun fyrir janúar - febrúar 2017.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Hækkun framlaga sveitarfélaga

Málsnúmer 201702013Vakta málsnúmer

Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsett þann 1. febrúar 2017, þar sem fram kemur að stjórn AFE mun leggja til 20% hækkun á framlögum sveitarfélaga á aðalfundi félagsins í apríl n.k. og mun hækkunin gilda afturvirkt frá áramótum. Framlag Dalvíkurbyggðar árið 2017 yrði þá kr. 3.065.440 en var árið 2016 kr. 2.553.920. Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kr. 2.581.462.

Byggðaráð hefur skilning á því að hækka þurfi framlög sveitarfélaga til AFE vegna uppsafnaðs misgengis launa- og neysluvísitölu undanfarinna ára. Hækkunin er nokkuð mikil eða sem nemur 20% og ekki gert ráð fyrir slíku í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og gildir það sjálfsagt um fleiri sveitarfélög. Finna þarf leið til þess að hækkanir á framlögum sveitarfélaga til AFE verði ákveðnar áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga fer fram að hausti. Byggðaráð vonast til þess að á aðalfundi AFE í apríl n.k. verði umræður um ofangreint og að jafnframt verði umræður um sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Byggðaráð fagnar því að stjórn Eyþings hafi ákveðið á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða við forsvarsmenn RHA um að gera úttekt varðandi sameiningu atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings. Ljóst er að með slíkri sameiningu og/eða með jafnvel enn víðari sameiningu á samstarfsverkefnum sveitarfélaga verði hægt að mynda miklu sterkara hagsmunaafl á Eyþingssvæðinu gagnvart ríkisvaldinu. Nýting fjármagns og mannauðs ætti að batna með sameiningu auk þess sem leiða má líkur til þess að öll stjórnsýsla og skjalavarsla verði agaðri og í samræmi við þau lög sem sveitarfélög þurfa að vinna eftir."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra umboð til að samþykkja ofangreinda tillögu um hækkun framlaga til AFE um 20% á aðalfundi félagsins.

Ef af verður þá er hækkun framlaga frá Dalvíkurbyggð áætluð um kr. 516.000.

10.Austurgarður

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 15:30.



Til kynningar framkvæmdir við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.



Þorsteinn vék af fundi kl. 16:01.
Lagt fram til kynningar.

11.Rafræn könnun vegna golfvallar í fyrirhuguðu deiliskipulagi í fólkvanginum í Böggvisstaðafjalli - Niðurstaða úr könnun

Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02.



Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun.



"Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna."



Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi:

386 manns tóku þátt.

"Já" sögðu 99 eða 25,65%.

"Nei" sögðu 287 eða 74,35%



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs