Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 55. fundur - 09.11.2016

Á fund ráðsins var mættur Fannar Gíslason,verkfræðingur, starfamaður á Siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Fannar kynnti þær tillögur sem eru til umræðu um staðsetningu á hafnargarðinum.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að væntanlegur austurgarður verði hannaður í samræmi við fyrirliggjandi deiliskipulag og mun Fannar sendi inn teikningu í samræmi framangreinda bókun.

Veitu- og hafnaráð - 57. fundur - 11.01.2017

Á framkvæmdaáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að farið verði í útboð vegna gerðar nýrrar viðlegu í Dalvíkurhöfn, Austurgarð. Þessi framkvæmd er á samgönguáætlun ríkisins til fjögurra ára 2015 - 2018, sem samþykkt var á Alþingi í september sl. Við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2017 er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd við Austurgarð. Með rafpósti, sem barst frá Siglingasviði Vegagerðar ríkisins, var þessi niðurstaða á afgreiðslu Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2017 staðfest.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins.

Byggðaráð - 815. fundur - 16.03.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 15:30.



Til kynningar framkvæmdir við Austurgarð við Dalvíkurhöfn.



Þorsteinn vék af fundi kl. 16:01.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 60. fundur - 05.04.2017

Siglingasvið Vegagerðar ríkisins hefur boðið út tvo verkþætti við gerð Austurgarðs, annars vegar innkaup á stálþili til niðurrekstrar og hins vegar verkþátt sem nefndur er Dalvík grjót og fyrirstöðugarður. Reiknað er með að síðara útboðið verði opnað miðvikudaginn 19. apríl með verklok 31. júlí en hið fyrra í maí með afhendingu efnis fyrir lok júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingasviðinu hafa verktakar sýnt síðari verkþættinum töluverðan áhuga.

Einnig hefur verið sent til Umhverfisstofnunar erindi um leyfi til losunar á úrgangsefni í sjó.
Þegar tilboðin hafa verið opnuð verður nauðsynlegt að fara yfir fjárþörf verkefnisins og óska eftir viðauka í tíma svo hægt verði að ljúka þeim verkþáttum sem ljúka á á þessu ári.

Veitu- og hafnaráð - 61. fundur - 26.04.2017

Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram:

"Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð"

Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.

Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.

Eftirtalin tilboð bárust:



Bjóðandi:

Tilboðsupphæð í kr
Hlutfall af

kostnaðaráætlun í%



Norðurtak ehf.


94.280.000,-
82,9%

Dalverk ehf.


97.450.000,-
85,7%

Árni Helgason ehf.

98.840.500,-

86,9%

Vélaþjónusta Messuholti ehf.
125.744.000,-

110,5%

Héraðsverk ehf.


160.928.968,-

141,5%



Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku.

Byggðaráð - 819. fundur - 27.04.2017

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.



Á 61. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram: "Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð" Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða. Eftirtalin tilboð bárust: Bjóðandi: Tilboðsupphæð í kr Hlutfall af kostnaðaráætlun í% Norðurtak ehf. 94.280.000,- 82,9% Dalverk ehf. 97.450.000,- 85,7% Árni Helgason ehf. 98.840.500,- 86,9% Vélaþjónusta Messuholti ehf. 125.744.000,- 110,5% Héraðsverk ehf. 160.928.968,- 141,5% Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."



Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku. "



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 13:46
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs að heimila Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka að upphæð kr. 37.400.000 vegna framlags Dalvíkurbyggðar á árinu 2017 vegna framkvæmdanna, viðauki 8/2017, og að viðaukanum verði mætt með lántöku Hafnasjóðs, vísað á málaflokk 42.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ósk veitu- og hafnaráðs um viðauka vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að upphæð kr. 188.600.000 og að því verði mætt með láni Hafnasjóðs til að brúa bilið. Vísað á málaflokk 42, viðauki 9/2017.

Veitu- og hafnaráð - 62. fundur - 12.05.2017

Með rafpósti sem barst 2. maí 2017 voru kynntar niðurstöður útboðs í stálefni vegna Austurgarðs.

Vegagerðin og Ríkiskaup hafa yfirfarið tilboð sem opnuð voru þann 28. apríl s.l. í verk „20467 Steel sheet piling and Achorage material for several harbours in Iceland“.



Yfirferðin leiddi í ljós að lægst gildandi tilboð fyrir Dalvík er frá Meever & Meever (Hollandi) að upphæð 492.003 EUR eða 57.096.948 kr án vsk og afhend á Dalvík.



Fram kemur að lagt sé til að gengið verði til samninga við Meever & Meever á grundvelli tilboðsins.

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.



Veitu- og hafnaráð - 63. fundur - 14.06.2017

Miðvikudaginn 7. júní 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í ofangreint verk.
Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.
Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.
Eftirtalin tilboð bárust:

Bjóðandi

Tilboðsupphæð í kr.
Hlutfall af
kostnaðaráætlun %

Björgun ehf
38.971.707,-

52,8%
Jan De Null n.v.
43.514.521,-

59,0%
Kostnaðaráætlun
73.800.000,-

100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.