Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:30.
Á 61. fundi veitu- og hafnaráðs þann 26. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:
"Með bréfi sem dagsett er 19. apríl 2017 frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins kemur eftirfarandi fram: "Miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og í fundarsal Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í "Dalvík ? Grjót- og fyrirstöðugarður við Austurgarð" Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar. Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða. Eftirtalin tilboð bárust: Bjóðandi: Tilboðsupphæð í kr Hlutfall af kostnaðaráætlun í% Norðurtak ehf. 94.280.000,- 82,9% Dalverk ehf. 97.450.000,- 85,7% Árni Helgason ehf. 98.840.500,- 86,9% Vélaþjónusta Messuholti ehf. 125.744.000,- 110,5% Héraðsverk ehf. 160.928.968,- 141,5% Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að óska eftir viðaukum til þess að hægt sé að ljúka þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru vegna gerðar Austurgarðs á árinu 2017, í fyrsta lagi verði framlag vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna framangreindra framkvæmda aukið um kr. 37.400.000,-og verði í heild kr. 125.800.000,- og í öðru lagi að viðauki vegna vænts framlags ríkisins á árinu 2018 að fjárhæð kr. 188.600.000,- verði samþykkt. Ráðið samþykkir samhljóða að leggja til að framangreindir viðaukar verði fjármagnaðri með lántöku. "
Til umræðu ofangreint.
Þorsteinn vék af fundi kl. 13:46