Veitu- og hafnaráð

63. fundur 14. júní 2017 kl. 07:30 - 08:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Óskar Óskarsson boðaði forföll og situr Silja Pálsdóttir fundinn í hans stað.
Kristján Hjartarson mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.

1.Samráðshópur Fiskistofu og hafnasambandsins

Málsnúmer 201705012Vakta málsnúmer

Í janúar óskaði Fiskistofa eftir að Hafnasamband Íslands myndi tilnefna fulltrúa til að sitja samráðsfundi Fiskistofu og hafnasambandsins. Fulltrúar hafnasambandsins í hópnum eru Lúðvík Geirsson, Björn Arnaldsson og Guðmund Kristjánsson.

Fiskistofa vill með þessu reyna að efla samstarf og samskipti stofnunarinnar við hafnaryfirvöld.

Fyrsti fundurinn var haldinn 23. mars sl. en hér að neðan má sjá samantekt um umfjöllunarefni fundarins:

1. “Afladagbók: Rætt var um möguleika á fjölbreyttari rafrænni afladagbók, sem auðveldaði skráningar á tegundum. Upplýst var, að von væri á nýrri, sem tengd væri Gafli og nýtti þar með þá skráningarmöguleika, sem þar væru.

2. Fjarvigtun: Samkomulag var um að skipa hóp til kanna möguleika á fjarvigtun, kynna sér búnað og möguleika, og undirbúa erindi til hlutaðeigandi stjórnvalda, Neytendastofu og ráðuneytis, sem og hagsmunaaðila til að athuga hljómgrunn fyrir slíku tilraunaverkefni.

3. Rafræn vöktun: Samþykkt var að skipa hóp til kanna möguleika til rafrænnar vöktunar/myndeftirlits á höfnum í tilraunaskyni. Fallist á, að samlegðaráhrif kynnu að vera með fjarvigtun og rafrænni vöktun, en reyna ætti á hvort tilraunaverkefni um sig án tillits til afdrifa hins.

4. Birting hlutfalls íss/kælimiðils í afla við vigtun: Almenn ánægja var með nýtt verkefni í þessa veru.

5. Eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna og ábyrgð: Rætt var um möguleika til aukinnar samvinnu milli FS og HS við að styrkja eftirlit við löndun af hálfu hafnarvigtarmanna. Vilji til þess er af hálfu beggja aðila. Ekkert ákveðið í þeim efnum.

6. Hæfisreglur vigtarmanna: HS hafi samband við Neytendastofu til að leita skýringa á aldursviðmiði vigtarmanna samkvæmt lögum.

Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum.

Lagt fram til kynningar.

2.Til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.

Málsnúmer 201705138Vakta málsnúmer

Með rafpósti, sem dagsettur er 16. maí sl.,sendir Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis yður til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 2. júní nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis.

Á 395. fundi stjórnar Hafnasambansins 2. tl. kemur fram að framangreint frumvarp hafi verið til umfjöllunar en þar segir:
"Lögð fram drög að umsögn hafnasambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
Samþykkt að fela formanni að lagfæra umsögnina m.v. umræður á fundinum og senda á nefndarsvið Alþingis."
Veitu- og hafnaráð mun ekki senda inn athugasemdir en mun kynna sér athugasemdir Hafnasambands Íslands.

3.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 395. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23. maí sl.
Lögð fram til kynningar.

4.Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Miðvikudaginn 7. júní 2017 kl 14:15 voru á skrifstofu Vegagerðarinnar og skrifstofu Dalvíkurbyggðar opnuð tilboð í ofangreint verk.
Útboðið var opið og auglýst á útboðsvef hins opinbera og útboðsvef Vegagerðarinnar.
Engar athugasemdir við framkvæmd útboðs bárust fyrir opnun tilboða.
Eftirtalin tilboð bárust:

Bjóðandi

Tilboðsupphæð í kr.
Hlutfall af
kostnaðaráætlun %

Björgun ehf
38.971.707,-

52,8%
Jan De Null n.v.
43.514.521,-

59,0%
Kostnaðaráætlun
73.800.000,-

100%

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda og að bindandi samningur verði gerður innan 10 daga frá dagsetningu þessa bréfs.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða tillögu Vegagerðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að hún heimili Vegagerðinni að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Silja Pálsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls kl. 7:55 og kom til fundar aftur kl. 8:23.

5.Farþegagjald og umfjöllun veitu- og hafnaráðs

Málsnúmer 201705175Vakta málsnúmer

Farþegagjald hefur verið til umfjöllunar hjá veitu- og hafnaráði, sjá 62. fund ráðsins, 1. tl. þar sem málið er ítarlega reifað. Hér fyrir neðan er inngangur og bókun 823. fundar byggðarráðs.

"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Frey Antonssyni f.h. Arctic Sea Tours ehf., bréf móttekið með rafpósti þann 30.05.2017, þar sem bréfið er sent til byggðaráðs vegna umfjöllunar veitu- og hafnaráðs um farþegagjald og framkomu við hvalaskoðunarfyrirtækin í Dalvíkurbyggð. Fram kemur m.a. að það sé ósk framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að byggðaráð og sveitarstjórn vindi ofan af þessari tortryggni og leiðindum sem koma ítrekað fram í veitu- og hafnaráði gagnvart frambærilegum, heiðarlegum og traustum fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð. Það er von hans að Arctic Sea Tours geti byggt enn frekar upp starfsemi sína á Dalvík og fái til þess skilning og sanngirni frá sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að höggva á þann hnút og ósætti sem ríkir um farþegagjald í hvalaskoðun í Dalvíkurbyggð vegna umfjöllunar og afgreiðslu veitu- og hafnarráðs á 62. fundi ráðsins þann 12. maí og bréf frá Frey Antonssyni framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf. þann 30. maí. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn eftirfarandi tillögu:

Farþegagjald sé greitt af öllum borgandi farþegum og að samantekt af fjölda farþega verði skilað í síðasta lagi 5. dags hvers mánaðar til yfirhafnarvarðar. Ef þörf er á, af einhverjum ástæðum, getur yfirhafnavörður og sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs fengið nánari upplýsingar um fjölda farþega ákveðinn dag eða daga, samsetningu hvað varðar aldur eða hvað annað sem gæti þurft að nálgast vegna umferðar um höfnina."
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
Veitu- og hafnaráð mótmælir harðlega þeirri fullyrðingu framkvæmdastjóra Arctic Sea Tours ehf að við afgreiðslu ráðsins hafi gætt "tortryggni og leiðinda".

Veitu- og hafnaráð telur að eðlilegt hefði verið að það leiddi þessi mál til lykta, en þar sem framkvæmdastjóri Arctic Sea Tours ehf og byggðarráð hafa náð samkomulagi um framkvæmd upplýsinga um farþegafjölda mun veitu- og hafnaráð ekki gera athugasemd við það.

6.Dalvík, grjót og fyrirstöðugarður verkfundargerðir

Málsnúmer 201706061Vakta málsnúmer

Eftirleiðis munu verkfundagerðir verða kynntar í veitu- og hafnaráði, en fyrirhugað er að halda þá á tveggja vikna fresti og munu fundargerðirnar verða kynntar eftir að þær hafa verið staðfestar af fundarmönnum. Fyrir fundinum liggur verkfundargerð nr. 1 frá 8. maí 2017.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs