Málsnúmer 201705012Vakta málsnúmer
Í janúar óskaði Fiskistofa eftir að Hafnasamband Íslands myndi tilnefna fulltrúa til að sitja samráðsfundi Fiskistofu og hafnasambandsins. Fulltrúar hafnasambandsins í hópnum eru Lúðvík Geirsson, Björn Arnaldsson og Guðmund Kristjánsson.
Fiskistofa vill með þessu reyna að efla samstarf og samskipti stofnunarinnar við hafnaryfirvöld.
Fyrsti fundurinn var haldinn 23. mars sl. en hér að neðan má sjá samantekt um umfjöllunarefni fundarins:
1. “Afladagbók: Rætt var um möguleika á fjölbreyttari rafrænni afladagbók, sem auðveldaði skráningar á tegundum. Upplýst var, að von væri á nýrri, sem tengd væri Gafli og nýtti þar með þá skráningarmöguleika, sem þar væru.
2. Fjarvigtun: Samkomulag var um að skipa hóp til kanna möguleika á fjarvigtun, kynna sér búnað og möguleika, og undirbúa erindi til hlutaðeigandi stjórnvalda, Neytendastofu og ráðuneytis, sem og hagsmunaaðila til að athuga hljómgrunn fyrir slíku tilraunaverkefni.
3. Rafræn vöktun: Samþykkt var að skipa hóp til kanna möguleika til rafrænnar vöktunar/myndeftirlits á höfnum í tilraunaskyni. Fallist á, að samlegðaráhrif kynnu að vera með fjarvigtun og rafrænni vöktun, en reyna ætti á hvort tilraunaverkefni um sig án tillits til afdrifa hins.
4. Birting hlutfalls íss/kælimiðils í afla við vigtun: Almenn ánægja var með nýtt verkefni í þessa veru.
5. Eftirlitshlutverk hafnarvigtarmanna og ábyrgð: Rætt var um möguleika til aukinnar samvinnu milli FS og HS við að styrkja eftirlit við löndun af hálfu hafnarvigtarmanna. Vilji til þess er af hálfu beggja aðila. Ekkert ákveðið í þeim efnum.
6. Hæfisreglur vigtarmanna: HS hafi samband við Neytendastofu til að leita skýringa á aldursviðmiði vigtarmanna samkvæmt lögum.
Stjórn hafnasambandsins óskar eftir ábendingum frá aðildarhöfnum um mál sem þarfnast umfjöllunar í starfshópnum.
Kristján Hjartarson mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll.