Málsnúmer 201703101Vakta málsnúmer
Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar var að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“
Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.