Flotbryggjur í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201702116

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 59. fundur - 01.03.2017

Ósk hefur komið um viðbótaraðstöðu vegna fjölgunar skipa sem gera út á ferðaþjónustu. Sú hugmynd hefur verið rædd að fjölga viðlegum í Dalvíkurhöfn með nýrri flotbryggju og "fingrum".

Málefni um flotbryggjur er frestað til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að "fingur" verði komið fyrir á syðri flotbryggju samkvæmt tillögu yfirhafnavarðar og kostnaður færður á viðhaldslykil Hafnasjóðs. Sviðsstjóra falið að fá tilboð í "fingurinn".

Veitu- og hafnaráð - 60. fundur - 05.04.2017

Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu.

Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-.

Byggðaráð - 817. fundur - 06.04.2017

Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu. Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað er eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-. "



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 14:52.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur veitu- og hafnaráðs um breytingar á fjárfestingaráætlun 2017 hvað varðar málaflokk 42, viðauki 5/2017, alls kr. 4.800.000. Um innbyrðis tilfærslur er um að ræða og því ekki þörf á ráðstöfun á móti.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 5.200.000 vegna fjárfestinga í málaflokki 42.

Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki 5/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs um að gengið verði til samninga við KrÓla ehf á grundvelli tilboðs.