Veitu- og hafnaráð

59. fundur 01. mars 2017 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Sveinbjörnsson vék af fundi 9:35.

1.Bókun um fjárframlög til hafnarframkvæmda

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.



Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.



Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.



Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:



"Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:



Rifshöfn, endurbygging Norðurkants

Siglufjörður, þekja og lagnir

Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur

Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu

Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis

Grindavík, endurbygging Miðgarðs

Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"



Lagt fram til kynningar.

2.Austurgarður í Dalvíkurhöfn, ósk leyfi til framkvæmda.

Málsnúmer 201702030Vakta málsnúmer

Hönnun Austurgarðs er byrjuð og eru hér lagðar fram til kynningar teikningar af staðsetningu á þeim svæðum innan og utan hafnarinnar þar sem efnistaka mun eiga sér stað til fyllingar innan stálþils.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri eru búnir að funda með ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála, á þeim fundum hefur komið fram að framkvæmdir við Austurgarð eru á samgönguáætlun 2015 - 2018.

Vinna við Austurgarð hófst í árslok 2016 með hönnun og gerð útboðsgagna, 2017 er gert ráð fyrir niðurrekstri á stálþili, fylling undir þekju og flutningi á varnargarði og lok verksins verður á árinu 2018 með frágangi á þekju og lýsingu.

Siglingasvið Vegagerðarinnar greiddi sinn hluta í kostnaði vegna þeirrar vinnu sem unnin var á árinu 2016 og er verkefnið því formlega hafið.

Í þeim samtölum sem ofangreindir áttu við ráðherra kom fram að í fjárheimildum vegna hafnaframkvæmda á árinu 2018 mun verða gert ráð fyrir kostnaði vegna Austurgarðs og að Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar muni þá fá greitt framlag ríkisins vegna framkvæmda á yfirstandandi ári.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að það feli byggðarráði að leita leiða til að tryggja að framkvæmdir við Austurgarð geti hafist sem fyrst.

3.Hafnargjöld og aflagjöld

Málsnúmer 201702085Vakta málsnúmer

Á fundinum var lagt fram minnisblað um aflagjald og álagningu þess sem Pacta lögmenn unnu fyrir Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að fá álit stjórnar Hafnasambands Íslands á framlögðu minnisblaði frá Pacta og að stjórn sambandsins hlutist til um að hafnalögum verði breytt þannig að innheimta aflagjalds geti verið með sama hætti og verið hefur.

4.Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 201606127Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 22. febrúar 2017 boðar Umhverfisstofnun að starfsmaður þess komi í reglubundið eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kom einnig í bréfinu að slíkt eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum skal framkvæma að lágmarki á fimm ára fresti.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201702027Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17. febrúar sl. í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.
Lögð fram til kynningar.

6.Flotbryggjur í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201702116Vakta málsnúmer

Ósk hefur komið um viðbótaraðstöðu vegna fjölgunar skipa sem gera út á ferðaþjónustu. Sú hugmynd hefur verið rædd að fjölga viðlegum í Dalvíkurhöfn með nýrri flotbryggju og "fingrum".

Málefni um flotbryggjur er frestað til næsta fundar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að "fingur" verði komið fyrir á syðri flotbryggju samkvæmt tillögu yfirhafnavarðar og kostnaður færður á viðhaldslykil Hafnasjóðs. Sviðsstjóra falið að fá tilboð í "fingurinn".

7.Framkvæmdarleyfi vegna borunar eftir heitu vatni í landi Syðri Haga, Víkurbakka og Ytri Víkur.

Málsnúmer 201702104Vakta málsnúmer

Norðurorka, umsókn um leyfi til framkvæmda í landi Syðri-Haga, Dalvíkurbyggð. Um er að ræða borun eftir heitu vatni og lagfæring á mannvirkjum því tengdu.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemd við fram komna umsókn Norðurorku.

8.Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, fyrir hönd Dalvíkurbyggðar, óskar eftir umsögn veitna Dalvíkurbyggðar vegna lýsingar á fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð skv 3. mgr. 40. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Jörðin Snerra er í einkaeigu og hefur eigandi jarðarinnar áform um að vinna deiliskipulag innan skipulagsreitsins.

Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu á deiliskipulagstillögu í landi Snerru, Svarfaðardal.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Valdimar Bragason formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir aðalmaður
  • Kristján Hjartarson aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs