Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer
Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.
Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.
Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.
Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:
"Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:
Rifshöfn, endurbygging Norðurkants
Siglufjörður, þekja og lagnir
Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur
Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu
Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis
Grindavík, endurbygging Miðgarðs
Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"