Í bréfi sem Hafnasamband Íslands sendi innanríkisráðherra þann 13. janúar sl. var óskað eftir staðfestingu á því hvert framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum yrði árið 2017, en misvísandi upplýsingar höfðu fengist úr stjórnkerfinu.
Þann 14. febrúar barst svar við ofangreindu erindi.
Í kjölfar svarbréfsins var sent erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað var eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir væri að ræða í tölum ráðuneytisins.
Svör Vegagerðarinnar voru eftirfarandi:
"Eftirtalin verkefni er stefnt að farið verði í og að auki verkefni sem voru inn á samgönguáætlun árið 2016:
Rifshöfn, endurbygging Norðurkants
Siglufjörður, þekja og lagnir
Hafnasamlag Norðurlands, dráttarbátur
Vopnafjörður dýpkun innsiglingarrennu
Þorlákshöfn dýpkun snúningssvæðis
Grindavík, endurbygging Miðgarðs
Hornafjörður o.fl. viðhaldsdýpkun"
„Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl. var fjallað um framlög sem áætluð eru til hafnabótasjóðs í frumvarpi til fjárlaga 2017. Fjölmargar hafnir eru komnar í mikla viðhaldsþörf og mikilvægt er að fjárlögin taki mið að því, sem og nýsamþykktri samgönguáætlun.
Skv. könnum sem stjórn hafnasambandsins lét framkvæma árið 2015 þá er áætluð viðhalds- og framkvæmdaþörf hafnasjóða á næsta ári um 6,5 ma.kr. og rúmlega 8 ma.kr. árið 2018. Það er því alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka fjármagn í hafnabótasjóð til að tryggja öryggi sjófarenda og til að viðhalda þér mikilvægu innviðum sem hafnir landsins eru.“
„Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400 m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegna gert ráð fyrir 1.158 m.kr. í hafnabótasjóð.
Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13.-14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu.
Þingmönnum ætti að vera ljóst að kominn er tími á miklar framkvæmdir í höfnum landsins og leggur stjórn hafnasambandsins mikla áherslu á að það fjármagna sem sett er í hafnabótasjóð verði endurskoðað og aukið svo hægt sé að tryggja góða hafnaraðstöðu hringinn í kringum landið.“