Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer
Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu."
Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999."
Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.
Gunnþór vék af fundi kl. 8:35