Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017. Síðari umræða.

Málsnúmer 201608019

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 51. fundur - 17.08.2016

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Veitu- og hafnaráð - 53. fundur - 05.10.2016

Á 283. fundi sveitarstjórnar (20.9.2016) undir liðnum Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017 var eftirfarandi fært til bókar:

"Til máls tók Bjarni Th. Bjarnson sem leggur til að þessum lið verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar og honum vísað aftur til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði.

Ástæða tillögu um frestun er eftirfarandi:



Undanfarna mánuði hefur verið unnið að samræmingu gjaldskráa hjá Dalvíkurbyggð þannig að þær hafi sem líkust viðmið. Byggðaráð hefur samþykkt í forsendum fjárhagsáætlunar að gjaldskrár skuli miðast við vísitölur og þarf því ráðrúm til að koma því í framkvæmd. Sveitarstjórn leggur til í því sambandi að sviðsstjórar og fagráð setji inn í gjaldskrár þau viðmið sem eiga við hverja gjaldskrá fyrir sig. Lagt er til að fram komi í gjaldskrá við hvaða tegund vísitölu er miðað og að fram komi upphafstaða/gildi vísitölu í þeim mánuði sem gjaldskrá miðist við. Einnig er lagt til að í gjaldskrá komi fram að hækkun gjaldskrár miðist við vísitöluhækkun þess tímabils á undan sem við á. Grunni gjaldskrár verði ekki breytt á milli ára nema viðkomandi ráð/nefnd ákveði svo og komi þá með tillögu til breytinga til staðfestingar í sveitarstjórn."

Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 54. fundur - 20.10.2016

Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 285. fundur - 08.11.2016

Á 54. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar."



Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu.



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur eins og hún liggur fyrir til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Veitu- og hafnaráð - 57. fundur - 11.01.2017

Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu."

Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999."

Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

Á 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu." Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999." Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2017.