Sveitarstjórn

285. fundur 08. nóvember 2016 kl. 16:15 - 17:12 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Kristján E. Hjartarson, mætti í hans stað.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 798, frá 17.10.2016

Málsnúmer 1610013Vakta málsnúmer

  • a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslur- og menningarsviðs, kl. 12:00. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs, kom inn á fundinn kl. 13:48, undir þessum lið.

    Hlynur fór yfir og kynnti tillögu að starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.

    Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum á starfsáætluninni.

    Einnig var farið yfir vinnubækur þeirra deilda þar sem óskað er eftir viðauka við úthlutaðan fjárhagsramma og/eða breytingum á fjárhagsrömmum.

    Hlynur vék af fundi kl. 15:24.

    b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslusviðs og tillögu að starfsáætlun upplýsingafulltrúa, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.

    Á fundinum var lögð til ein breyting á starfsáætlun upplýsingafulltrúa er varðar ljósmyndir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 798 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu og eru því dagskrárliður fundargerðarinnar lagður fram til kynningar í sveitarstjórn.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 799, frá 18.10.2016

Málsnúmer 1610014Vakta málsnúmer

  • a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 12:15.

    Eyrún fór yfir og kynnti tillögu að starfsáætlun félagsmálasviðs.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl. 13:22.

    b) Atriði sem standa út af í fjárhagsáætlunarvinnunni.

    Á fundinum kynnti sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að lista yfir þau atriði sem standa út af í fjárhagsáætlunarvinnunni og þær ákvarðanir sem byggðaráð á eftir að taka. Næsti fundur, sem er miðvikudaginn 19. október n.k., undirbúinn.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 799 a) Lagt fram.
    b) Lagt fram.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu og er því dagskrárliður fundargerðarinnar lagður fram til kynningar í sveitarstjórn.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800, frá 19.10.2016

Málsnúmer 1610015Vakta málsnúmer

  • a) Viðhald Eignasjóðs.

    Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 12:00.

    Á fundinum var farið yfir tillögu að viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2017 og gerðar nokkrar breytingar.

    Ingvar vék af fundi kl. 13:30.


    b) Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs.

    Á fundinum var farið yfir nýja tillögu að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs, sbr. fundur umhverfisráðs þann 14.10.2016.

    Ræddar voru hugmyndir að breytingum.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að viðhaldi Eignasjóðs í samræmi við vinnuskjal sem unnið var með á fundinum og í samræmi við umræður á fundinum, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að framkvæmdum umhverfis- og tæknisviðs í samræmi við umræður á fundinum og í samræmi við þær ábendingar sem fram komu, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.
  • Á 282. fundi umhverfisráðs þann 20. september 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Tekið fyrir erindi frá Trausta Þorsteinssyni, dagsett þann 25. ágúst 2016, þar sem vakin er athygli á ástandi vegar að Framnesi sem og að huga þurfi að koma í veg fyrir landbrot á svæðinu.
    Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísa til umhverfisráðs og óskað eftir niðurstöðu og tillögu að afgreiðslu.
    Á 281. fundi umhverfisráðs var erindinu frestað.
    Umhverfisráð samþykkir að gerðar verði lagfæringar á veginum að Framnesi og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda.
    Samþykkið er gert með fyrirvara um að legu veganna á svæðinu verði ekki breytt í tengslum við umferðaöryggisáætlun.
    Samþykkt með þremur atkvæðum".
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Á. Magnússyni og Heiðu Hringsdóttur, dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem ábúendur í Svæði ítreka beiðni frá 2015 þar sem þess var farið á leit við umhverfisráð að laga heimreiðina að bænum. Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu.
    Ráðið samþykkir að vegur að heimreið við Svæði verði lagfærður og felur sviðsstjóra að leggja fram kostnaðaráætlun fyrir aukafund ráðsins í næstu viku.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð vekur athygli umhverfisráðs á að ef ofangreind afgreiðsla umhverfisráð er tillaga til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020 þá er ekki hægt að afgreiða og samþykkja einstakar tillögur. Frumvarp að fjárhagsáætlun sem byggðaráð afgreiðir frá sér til sveitarstjórnar hverju sinni er tekið til umfjöllunar og afgreiðslu í heild sinni.

    Lagt fram til kynningar.
  • Á 283. fundi umhverfisráðs þann 14. október 2016 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.
    Á 791. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskað eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.
    Á 281 fundi umhverfisráðs var afgreiðslu frestað og sviðsstjóra falið að kalla forsvarmenn/fulltrúa frá mótorsportfélagi Dalvíkur til fundar með ráðinu.
    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, sviðsstjóri fræðslu- og menningasviðs ásamt formanni umhverfisráðs funduðu með forsvarmönnum félagsins 13.10.2016 og minnisblað frá þeim fundi til umræðu á fundinum.Minnisblað lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað þar til afmörkun svæðisins berst frá Mótorsportfélagi Dalvíkur.
    Samþykkt með fimm atkvæðum."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni Th. Bjarnason vék af fundi undir þessum lið kl. 14:13 til annarra starfa.

    Á fundinum var farið yfir tillögur landbúnaðarráðs og umhverfisráð að gjaldskrám fyrir árið 2017.

    Sérstaklega var farið yfir tillögu að sorphirðugjaldi fyrir árið 2017.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Afgreiðslu frestað.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl.14:25.

    Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október s.l. var meðal annars bókað:
    "Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með uppfærða kostnaðaráætlun eins og unnt er og í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir um flutning á starfsemi á milli húsa, til að hafa til hliðsjónar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."

    Á fundinum var kynnt kostnaðaráætlun:

    Víkurröst; kr. 12.719.283 vegna flutnings á Tónlistarskóla yfir í Víkurröst og mögulega Símey.
    Dalvíkurskóli; kr. 3.397.680 vegna flutnings á Frístund.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda kostnaðaráætlun og vísar til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020, með fyrirvara um kaup á uppþvottavél í Dalvíkurskóla.
  • Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 5. september 2016, þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði Dalvíkurskóla vegna færslu Frístundar úr Víkurröst í skólann. Lagt er til að Frístund verði þar sem nú er tölvustofa og tölvustofan verði í tengslum við bókasafn Dalvíkurskóla. Að auki sér skólastjóri fyrir sér samnýtingu á verkgreinastofnum og miðrými í Dalvíkurskóla.

    Kostnaður við breytingar eru áætlaðar:

    Uppþvottavél kr. 300.000
    Framkvæmdir vegna færslu og breytinga á tölvustofu kr. 2.938.000.


    Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017. Fyrir liggur samþykki byggðaráðs á flutningi Frístundar úr Víkurröst í Dalvíkurskóla. Vísað til fræðsluráðs til upplýsingar.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:33.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð vísar í afgreiðslu hér að ofan hvað varðar 6. lið, mál 201511067.
  • a) Beiðni frá leikskólastjóra vegna sérkennslu.

    Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, bréf dagsett þann 5. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að auka stöðuhlutfall í sérkennslu um 15%. Um er að ræða kr. 906.850 með launatengdum gjöldum á ársgrundvelli og rúmast innan fjárhagsramma 2017.

    b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.

    Vinnubók vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2017 liggur fyrir.


    c) Húsnæðismál fasteigna í málaflokki 06 og innri leiga.

    Á 80. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. september s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að óska eftir því við Byggðaráð að húseignir sem skráðar eru undir íþrótta- og æskuýðsmál verði teknar til skoðunar með það í huga að kostnaður við rekstur mannvirkja verði færðir á þá málaflokka sem nýtingin fer fram. "

    Þær fasteignir sem um ræðir eru:
    Árskógur
    Hreiður
    Íþróttahúsið gamla á Dalvík.
    Rimar
    Sundskáli Svarfdæla.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samntekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna notkunar á Árskógi, dagsett þann 19. október 2016. Niðurstaðan er að um 80% nýting á Árskógi er tengt Árskógarskóla og 20% eru vegna útleigu félagsheimilis.



    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 a) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
    b) Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
    c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skoða verði hvort hægt sé að skipta upp innri leigu á Árskógi í samræmi við samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Varðandi innri leigu hvað aðrar fasteignir þá verður ákvörðun tekin síðar um þær.
  • Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:06 vegna vanhæfis.

    Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var til umfjöllunar breytingar í starfsmannahaldi vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Byggðaráð samþykkti að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fullmótaða tillögu fyrir byggðaráðs.

    Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir tillögur og samantekt sína á útreikingum varðandi ofangreindar breytingar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
  • Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:20

    Á fundinum var farið yfir tillögur íþrótta- og æskulýðsráðs og fræðsluráðs að gjaldskrám 2017.

    Hlynur vék af fundi kl. 15:51.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsráðs til endurskoðunar í ráðinu í samræmi við þær ábendingar sem fram komu á fundinum.
    Byggðaráð bendir á að setja þarf gjaldskár frá fræðsluráði upp í endanleg skjöl til samþykktar í byggðaráði og síðan sveitarstjórn.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps vegna skilta og merkinga í sveitarfélaginu en vinnuhópurinn var settur á laggirnar af byggðaráð við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum tillögum til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2020.
    Byggðaráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu.
  • Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var eftirfarandi bókað m.a.:

    "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi undirritað minnisblað frá ofangreindum vinnuhópi, dagsett þann 11. október 2016, þar sem fram kemur að óskað er eftir að fjármagn verði sett í byggingar á þjónustuíbúðum fyrir fólk með fötlun í Dalvíkurbyggð. Gert er ráð fyrir að hönnun og útboð fari fram á árinu 2017 og framkvæmdir á árinum 2018 og 2019. Upphæðir í áætlun er byggðar á reynslutölum frá öðrum sveitarfélögum, en ekki liggur fyrir hvort og þá hversu mikil þátttaka ríkisins er í slíkri byggingu.
    Í meðfylgjandi tillögu að fjárfestingum er lagt til 20 m.kr árið 2017, 75 m.kr. árið 2018 og 75 m.kr árið 2019.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingar hvað varðar fjármögnun og rekstrarframlag."

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 800 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir 20 m.kr. kostnaði vegna ofangreinds verkefni inn á fjárhagsáætlun 2017 en óskar jafnframt eftir að fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Íbúðalánasjóði komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri til að fara yfir með hvaða hætti er gert ráð fyrir að fjármögnum á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk verði og skýra útfærsluna. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu, eru því allir dagskrárliðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801, frá 20.10.2016

Málsnúmer 1610017Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

5. liður.

6. liður.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að breytingum á húsnæði Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ásamt drög að kostnaðaráætlun.

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 14:13.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
  • a) Veitu- og hafnasvið- breytingar eftir fund.

    Farið var yfir starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt framkvæmdaáætlun eftir breytingar og leiðréttingar frá fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.10.2016.

    b) Listi yfir nýkaup.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir frá stjórnendum um nýkaup vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    c) Beiðni um breytingar á römmum.

    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum skv. vinnubókun fyrir áætlun 2017.

    d) Húsnæðismál málaflokks 06, flutningar á leigu Eignasjóðs.

    Vísað er í fund byggðaráðs frá 19.10.2016.


    e) Annað sem út af stendur.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka út kr. 500.000 út af framkvæmdum vatnsveitu og hitaveitu vegna frístundasvæðis, alls kr. 1.000.000, vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017.

    b) Listi yfir nýkaup.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum lista vegna nýkaupa til fjárhagsáætlunar 2017 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.


    c) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða ramma.

    d) Frestað.

    e)
    Framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum á frístundasvæðinu á Hamri. Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.

    Viðhald Eignasjóðs.
    Lögð fram uppfærð viðhaldsáætlun frá fundi byggðaráðs þann 19.10.2016. Áætlað viðhald 43,0 m.kr.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri viðhaldsáætlun til gerðar starfs- og fjárhagsáætlun 2017.
  • Frestað. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett 27.09.2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Zophaníasar Antonssonar, kt. 220546-2769, fyrir hönd GHD ehf, kt. 691215-0750, hvað varðar endurnýjun og breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar í sumarbústað og tveimur gistihúsum í Höfða; flokkur II.
    Rekstrarleyfi gististaður: flokki: II.

    Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingafulltrúa.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra.
  • Tekið er fyrir erindi frá Greiðri leið ehf., bréf dagsett þann 4. október 2016, þar sem óskað er eftir að hluthafar falli frá forkaupsrétti á 1,1 m.kr. og staðfesti það ekki síðar en 1. nóvember n.k. Einnig er óskað eftir að hluthafar nýti sér sinn forkaupsrétt í samræmi við meðfylgjandi gögn hvað varðar þær 38,9 m.kr. sem eftir standa. Hlutafjáreign Dalvíkurbyggðar er að nafnvirði 78.334 eða 0,04% og forkaupsrétturinn er því kr. 15.763. Óskað er eftir að tilkynning um nýtingu á áskriftarrétti og greiðsla berist eigi síðar en 1. nóvember 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn að 1,1 m.kr.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér forkaupsrétt sinn að upphæð kr. 15.763.
  • Tekið fyrir bréf frá Eyþingi, dagsett þann 6. október 2016, þar sem boðað er til aðalfundar 11. og 12. nóvember n.k. í félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn.

    Aðalmenn f.h. Dalvíkurbyggðar Varamenn:


    Heiða Hilmarsdóttir

    Íris Hauksdóttir

    Bjarni Th. Bjarnason

    Pétur Sigurðsson

    Lilja Björk Ólafsdóttir

    Gunnþór E Gunnþórsson
    Kristján E Hjartarson

    Valdís Guðbrandsdóttir
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 801 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, aðrir dagskrárliðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802, frá 27.10.2016

Málsnúmer 1610018Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:00.

    Á 801. fundi byggðaráðs þann 20. október s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að breytingum á húsnæði Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ásamt drög að kostnaðaráætlun. Til umræðu ofangreint. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:13.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum ."

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að útfærslu.

    Til umræðu ofangreint.

    Ingvar vék af fundi kl. 13:24.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í framkvæmdir skv. tillögu #1 með þeim breytingum sem um hefur verið rætt. Byggðaráð felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða hvort og/eða hvaða svigrúm er innan fjárhagsramma Eignasjóðs vegna viðhalds 2016.
    Byggðaráð leggur áherslur á að farið verði í þessar breytingar sem allra fyrst.
  • Tekið fyrir erindi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 7. október s.l. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2016 að upphæð kr. 12.000.000 vegna snjómoksturs, liður 10600-4948.

    Um er að ræða viðauka nr. 30/2016.

    Heimild á fjárhagsáætlun 2016 á deild 10600 er kr. 16.263.000 og er bókfærð staða nú kr. 16.605.528. Þarf af er liður 10600-4948 kr. 14.000.000 skv. fjárhagsáætlun en bókfærð staða er rk. 14.830.564.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 30/2016, vísað á lið 10600-4948 í fjárhagsáætlun 2016. Ráðstöfun á móti þessari hækkun er lækkun á handbæru fé og lækkun á rekstrarniðurstöðu aðalsjóðs.

  • Á 793. fundi byggðaráðas þann 29. september s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Náttúrusetrinu á Húsabakka, bréf dagsett þann 19. september 2016, þar sem Hjörleifur Hjartarson óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja samning frá 20. maí 2014 við Náttúrusetur á Húsabakka, kt. 661109-0330, um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Til umræðu ofangreint. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með Umhverfisstofnun þann 21. september s.l. um Friðland Svarfdæla og tengd mál.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. "
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Með erindi dags. 19. september 2016 hefur Hjörleifur Hjartarson f.h. Náttúruseturs ses. óskað eftir endurnýjun á samningi Dalvíkurbyggðar og Náttúruseturs ses. frá 20. maí 2014 um umsjón og rekstur Friðlands Svarfdæla. Samningurinn rann út í maí sl.

    Með hliðsjón af umsögn Umhverfisstofnunar vegna samningsins, dags. 3. október 2016, getur byggðaráð ekki framlengt samninginn í óbreyttri mynd. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða stofnaðila Náttúruseturs ses. á fund við fyrsta tækifæri til að ræða framtíðar rekstur Náttúruseturs ses.

  • Á 284. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 18. október s.l. samþykkti sveitarstjórn að veita byggðaráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninga 29. október 2016 í samræmi við 27. gr. kosningalaga.

    Fyrir fundinum liggja tvær tillögur að breytingum á kjörská skv. gögnum frá Þjóðskrá.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tvær breytingar á kjörskrá og breytingar á framlögðum kjörskrárstofni frá fundi sveitarsjórnar.

    Fjöldi kjósenda á kjörskrá er óbreyttur,eða 1.320.
  • Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð.

    Eftirtaldir voru kosnir í nefndina:
    Kolbrún Pálsdóttir.
    Helgi Björnsson.
    Þorgerður Sveinbjarnardóttir.

    Til vara:
    Helga Mattína Björnsdóttir.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól.
  • 5.6 201509033 Öldungarráð
    Á 778. fundi byggðaráðs þann 26. maí s.l. var m.a. eftirfarandi bókað:
    "Í samræmi við umræður á fundinum þá samþykkir byggðaráð samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að falla frá hugmyndum um sérstakt Öldungaráð. Þess í stað hittu fulltrúar eldri borgara (3 fulltrúar) í Dalvíkurbyggð byggðaráð á fundum, t.d. í mars og í september ár hvert. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi í samræmi við ofangreint."
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Byggðaráð vísar í mál 201610060 hér að ofan. Lagt fram.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 27. september 2016, þar sem tilkynnt er að ágóðahlutagreiðsla til Dalvíkurbyggðar er kr. 842.000 fyrir árið 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá DaleCarnegie þjálfun, dagsett þann 6. otkóber 2016, er varðar tilboð vegna þjálfunar stjórnenda Dalvíkurbyggðar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Lagt fram.
  • 5.9 201610056 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802
  • 5.10 201610057 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802
  • 5.11 201610015 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802
  • 5.12 201609132 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802
  • 5.13 201610043 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802
  • Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Eyþings nr. 285 og nr. 286.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 802 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir dagskráliðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.

6.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 803, frá 03.11.2016

Málsnúmer 1611001Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

2. liður a)
  • Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 803 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

    Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k.
  • Á 284. fundi sveitarstjórnar þann 18. október s.l. var samþykkt samhljóða tillaga byggðaráðs að ganga til samninga við VÍS að undangengnu útboði.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og VÍS um vátryggingarvernd.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 803 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að ofangreindum samningi eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tillögu frá framkvæmdastjórn hvað varðar tengilið Dalvíkurbyggð vegna forvarna og öryggismála.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar 2. lið a).
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat á starfs- og fjárhagsáætlun janúar-september 2016.

    Á fundinum voru einnig til umræðu eftirfarandi gögn sem fylgdu einnig fundarboði:
    *Samanburður bókhalds við fjárhagsáætlun janúar - september, niður á deildir.
    *Samanburður bókhalds við fjárhagsáætlun janúar- september, niður á lykla.
    *Viðhald Eignasjóðs, bókuð staða 2.11.2016 í samanburði við fjárhagsáætlun.
    *Staðgreiðsla 2016, samanburður á milli áranna 2015 og 2016 vegna janúar - september.
    *Upplýsingar um framlög Jöfnunarsjóðs árið 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 803 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir dagskrárliðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagði fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 81, frá 29.9.2016

Málsnúmer 1609015Vakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 81 Íris Hauksdóttir vék af fundi kl. 8:25

    Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.

    Fjallað um minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Kostnaður við endurskipulagningu er kr. 5.000.000 sem ekki er í ramma málaflokksins.

    Með fundarboði fylgdi tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skiptingu fjárhagsramma. Miðast tillagan við ramma áður en kemur til hækkunar vegna endurskipulagningu á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar og er kr. 2.433.262 undir ramma.

    Rammi 271.712.486
    Íþrótta- og æskulýðsráð 4.524.291
    Æskulýðsfulltrúi 13.223.043
    Heilsueflandi Dalvíkurbyggð 665.021
    Leikvellir -
    Sumarnámskeið 155.850
    Vinnuskóli 8.728.389
    Víkurröst félagsmiðstöð 11.082.064
    Íþróttamiðstöð 141.021.004
    Ungmennaráð 419.002
    Rimar 8.668.935
    Árskógur 10.342.345
    Sundskáli Svarfdæla 4.004.703
    Styrkir v/ æskulýðsmála 65.391.582
    Sparkvöllur 1.053.000
    Samtals 269.279.224
    Vegna endurskipulagningar starfi forstöðumanns Víkurrastar: 5.000.000
    Mismunur: 2.566.738

    Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir með ósk um hækkun á ramma vegna endurskipulagningar á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar að upphæð samtals 2.566.738.

    Íris Hauksdóttir kom aftur á fundinn kl. 8:45
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 81 Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 30. ágúst 2016, er varðar umsókn til Dalvíkurbyggðar um styrk vegna uppbyggingar á svæði fyrir félagið.

    Byggðaráð vísaði ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfiráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðum ráðanna og tillögu að afgreiðslu.

    Íþrótta- og æskulýðsráð harmar þá stöðu sem upp er komin og vill að fundin verði varanleg lausn á málum félagsins.

    Afgreiðslu frestað og óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir því að fulltrúar ráðsins fái að sitja fund umhverfisráðs með forsvarsmönnum Mótorsportfélagsins.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 81 Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreind var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.

    Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum 8.9.2016 að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

    Á fundi umhversiráðs 16.09.2016 lagði ráðið til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári.

    Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir það að nauðsynlegt sé að klára deiliskipulagsvinnu sem fyrst.
    Í skýrslu um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS sem unnin var árið 2105 með fulltrúum UMFS og Dalvíkurbyggðar, var ákveðið að grunnstyrkur vegna rekstur svæðisins verði hækkaður í 5.000.000 úr rúmum 3.000.000. Þar að auki var samþykkt að auka við fjármagn til rekstrarins árin 2015-2018 um samtals 7.500.000
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 81 Afgreiðslu frestað.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 81 Frestað til næsta fundar. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, allir dagskrárliðir í fundargerðinni eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 83, frá 1.11.2016

Málsnúmer 1610020Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

7. liður.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Tekið fyrir bréf dagsett þann 6. október 2016 þar sem þess er óskað að Dalvíkurbyggð sjái sér fært að leggja Snorraverkefninu 2017 lið með því að:
    leggja verkefninu lið með kr. 100.000.- framlagi;
    styrkja verkefnið um kr. 100.000.- og taka einn þátttakanda í starfsþjálfun yfir
    þriggja vikna tímabil sem hefst mánudaginn 26. júní 2017; eða
    styrkja verkefnið með smærra fjárframlagi, með eða án starfsþjálfunar;
    styrkja landkynningarferð verkefnisins og/eða bjóða upp á eitthvað á svæðinu

    Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins á Íslandi og Þjóðræknisfélags Íslendinga og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri á að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.

    Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar erindinu.
  • 8.2 201610044 Uppsögn á starfi
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Ingigerður Júlíusdóttir hefur sagt upp störfum í íþróttamiðstöðinni og óskar eftir því að hætta um áramót.
    Lagt fram til kynningar.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir tilnefningum frá íþróttafélögum vegna kjörs á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar. Félögin eiga að vera búin að skila inn tilnefningum í síðasta lagi 22. nóvember ár hvert.
    Íþrótta- og æskulýðsráð kýs íþróttamann ársins á næsta fundi ráðsins.
    Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir að kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 5. janúar 2017 kl. 16:00.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Umsóknarfrestur verður til 28. nóvember. Umsóknir verða teknar fyrir á næsta fundi ráðsins.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Uppfærð starfsáætlun lögð fram.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Byggðaráð samþykkti að vísa gjaldskrám íþrótta- og æskulýðsráðs til endurskoðunar í ráðinu í samræmi við þær ábendingar sem fram komu á 800. fundi Byggðaráðs.
    Íþrótta- og æskulýðsráð lagaði orðalag og uppsetningu á gjaldskrá og samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir á fundinum.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti á síðasta fundi ráðsins að leggja til með hvaða hætti næstu skref verða tekin á þessum fundi.

    Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög.
    Byggðaráð hefur samþykkt að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017.
    Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að í slíkri könnun verði hugur íbúa kannaður varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins, s.s. golfvöllur, göngustígar, skíðagöngubraut og reiðleiðir.
    Bókun fundar Til máls tóku:

    Bjarni Th.Bjarnason, sem leggur til að sveitarstjórn vísi tillögu íþrótta- og æskulýðsráðs til byggðaráðs enda verði tekið fullt tillit til sjónarmiða sem fram koma í deiliskipulagsvinnunni, s.s. gönguleiðir, reiðleiðir, skíðagönguleiðir. Bjarni Th. Bjarnason óskar einnig eftir að fram komi að byggðaráð sé enn með málið til úrvinnslu.

    Kristján Hjartarson.
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 83 Samþykkt hefur verið að færa rekstur félagsheimilis í Árskógi undir skóla- og menningarmál. Til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54, frá 20.10.2016

Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer

  • Með bréfi sem dagsett er 11. október 2016 kynnti Fiskistofa innheimt gjald vegna strandveiða á hverri höfn Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Fram kom í bréfinu að greiðsla muni berast innan skamms frá Fjársýslu ríkisins til Hafnasjóðs. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Lagt fram til kynningar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
    Vakin er athygli á því að gjaldskráin hækkar frá síðasta ári til móts við lækkun á gjaldskrá vatnsveitu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
    Vakin er athygli á því að gjaldskráin lækkar frá síðasta ári til móts við hækkun á gjaldskrá fráveitu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:
    1. byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%
    2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.
    3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.
    Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á "gjaldskrá og reglum um útleigu verbúða", sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%
    Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Á fundinum var farið yfir fjáhagsáætlun og starfsáætlun fyrir árið 2017 ásamt fylgigögnum.
    Vegna óvissu um þörf framkvæmda er sú breyting gerð á framkvæmdaáætlun að þeirra er einungis getið án kostnaðar. Þetta er gert vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir þátttaka hlutaðeigenda í framkvæmdakostnaði.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 54 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, allir liðir fundargerðarinnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Á 54. fundi veitu- og hafnaráðs þann 20. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til september 2016, eða um 2,812%. Einnig er lagt til fyrirkomulag verðbreytinga á henni til framtíðar litið.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar."



Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur til fyrri umræðu.



Enginn tók til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur eins og hún liggur fyrir til síðari umræðu í sveitarstjórn.

11.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020. Fyrri umræða.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

Á 803. fundi byggðaráðs þann 3. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k. "



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.



Rekstrarniðurstaða 2017 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 58.054.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2018 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 54.593.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2019 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 57.894.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2020 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 58.737.000 jákvæð.





Handbært fé frá rekstri 2017 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 287.082.000.

Handbært fé frá rekstri 2018 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 298.045.000.

Handbært fé frá rekstri 2019 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 301.839.000.

Handbært fé frá rekstri 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 304.903.000.



Fjárfestingar 2017 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 383.267.000.

Fjárfestingar 2018 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 205.350.000

Fjárfestingar 2019 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 124.650.000

Fjárfestingar 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 109.880.000



Lántaka 2017 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 237.000.000

Lántaka 2018 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 0

Lántaka 2019 Samstæða A-og B- hluti:

kr. 0

Lántaka 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 0



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:12.

Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs