Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer
Á 803. fundi byggðaráðs þann 3. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:
"Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k. "
Til máls tók:
Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.
Rekstrarniðurstaða 2017 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 58.054.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða 2018 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 54.593.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða 2019 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 57.894.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða 2020 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 58.737.000 jákvæð.
Handbært fé frá rekstri 2017 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 287.082.000.
Handbært fé frá rekstri 2018 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 298.045.000.
Handbært fé frá rekstri 2019 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 301.839.000.
Handbært fé frá rekstri 2020 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 304.903.000.
Fjárfestingar 2017 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 383.267.000.
Fjárfestingar 2018 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 205.350.000
Fjárfestingar 2019 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 124.650.000
Fjárfestingar 2020 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 109.880.000
Lántaka 2017 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 237.000.000
Lántaka 2018 Samstæða A-og B-hluti:
kr. 0
Lántaka 2019 Samstæða A-og B- hluti:
kr. 0
Lántaka 2020 Samstæða A- og B- hluti:
kr. 0
Fleiri tóku ekki til máls.