Dagskrá
1.Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslu- og menningarsviðs 2017
2.Fjárhagsáætlun 2017; umsókn um styrk
3.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík
4.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.
5.Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.
Fundi slitið - kl. 11:00.
Nefndarmenn
-
Jón Ingi Sveinsson
varaformaður
-
Íris Hauksdóttir
Aðalmaður
-
Þórunn Andrésdóttir
Aðalmaður
-
Zbigniew Kolodziejczyk
aðalmaður
-
Kristinn Ingi Valsson
formaður
Starfsmenn
-
Gísli Rúnar Gylfason
Starfsmaður
-
Hlynur Sigursveinsson
sviðsstjóri
Fundargerð ritaði:
Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Farið var yfir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokksins.
Fjallað um minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Kostnaður við endurskipulagningu er kr. 5.000.000 sem ekki er í ramma málaflokksins.
Með fundarboði fylgdi tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skiptingu fjárhagsramma. Miðast tillagan við ramma áður en kemur til hækkunar vegna endurskipulagningu á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar og er kr. 2.433.262 undir ramma.
Rammi 271.712.486
Íþrótta- og æskulýðsráð 4.524.291
Æskulýðsfulltrúi 13.223.043
Heilsueflandi Dalvíkurbyggð 665.021
Leikvellir -
Sumarnámskeið 155.850
Vinnuskóli 8.728.389
Víkurröst félagsmiðstöð 11.082.064
Íþróttamiðstöð 141.021.004
Ungmennaráð 419.002
Rimar 8.668.935
Árskógur 10.342.345
Sundskáli Svarfdæla 4.004.703
Styrkir v/ æskulýðsmála 65.391.582
Sparkvöllur 1.053.000
Samtals 269.279.224
Vegna endurskipulagningar starfi forstöðumanns Víkurrastar: 5.000.000
Mismunur: 2.566.738
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á skiptingu fjárhagsramma eins og hún liggur fyrir með ósk um hækkun á ramma vegna endurskipulagningar á verkefnum forstöðumanns Víkurrastar að upphæð samtals 2.566.738.
Íris Hauksdóttir kom aftur á fundinn kl. 8:45