Frá Ungmennafélagi Svarfdææla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík (búið að fara í gegnum umhverfisráð og íþrótta- og æskulýðsráð).

Málsnúmer 201309034

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 673. fundur - 12.09.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Jónína Guðrún Jónsdóttir og Katrín Sigurjónsdóttir formaður barna- og unglingaráðs. Einnig sat Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, fundinn undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá stjórn UMFS, bréf dagsett þann 3. september 2013, er varðar uppbyggingu á vallarsvæði UMFS á Dalvík. Fram kemur að á stjórnarfundi UMFS var eftirfarandi samþykkt samhljóða:
Stjórn UMFS samþykkir að hefja framkvæmdir við uppbyggingu vallarsvæðis á Dalvíkurvelli skv. fyrirliggjandi tillögum frá Verkís- Gervigrasvöllur áætl. 250 millj.kr. og frjálsíþróttavöllur áætl. 80 millj. kr - framkvæmdakostnaður samtals áætlaður um 330 milljónir króna.

Samþykkið byggir á aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdakostnaði og að langtímasamningi við UMFS vegna afborgana og árlegs rekstrarkostnaðar svæðisins eftir uppbyggingu.

Stjórn UMFS samþykkir að afla styrkja til framkvæmdarinnar sem nemur 15% af framkvæmdakostnaði og samþykkir að allir styrkir umfram 15% fari til niðurgreiðslu framkvæmdalánsins.

Áætluð verklok verði árið 2017 sem gæfi möguleika á að halda Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík það ár og fagna 25 ára afmæli Unglingalandsmótanna en fyrsta unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992.

Stjórn UMFS óskar eftir því við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar að tekið verði jákvætt í ofangreint erindi og gert ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og næstu ár. Stjórnin lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Byggðaráð nú þegar.

Til umræða ofangreint erindi.

Kristján, Jón Arnar, Jónína Guðrún, Katrín og Árni viku af fundi kl. 10:22.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fulltrúar UMFS komi að nýju á fund byggðarráðs þann 26. september 2013 þar sem ofangreint verður áfram til umræðu.

Byggðaráð - 674. fundur - 26.09.2013

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs frá stjórn Ungmennafélags Svarfdæla; Kristján Ólafsson, formaður, Jón Arnar Helgason, Björn Friðþjófsson, og Katrín Sigurjónsdóttir, formaður barna- og unglingaráðs. Einnig mættu á fundinn Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 673. fundi byggðarráðs þann 12. september s.l. var til umræðu erindi frá stjórn UMFS til Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 3. september 2013, þar sem fram kemur að stjórn UMFS hefur samþykkt að hefja byggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði félagsins á Dalvík ásamt frjálsíþróttavelli. Óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar hvað varðar aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdarkostnaði sem er áætlaður um 330 m.kr. Ofangreint erindi var til umræðu og samþykkti byggðarráð að fulltrúar UMFS kæmu að nýju á fund ráðsins, í dag, þar sem ofangreint verður áfram til umræðu.

Kristján, Jón Arnar, Björn og Katrín viku af fundi kl. 09:14.
Árni vék af fundi kl. 09:14.
Niðurstaðan var að stjórn Ungmennafélags Svarfdæla fari yfir málin áfram og að fulltrúar stjórnar og byggðarráð muni hittast aftur eftir um 2 vikur.

Byggðaráð - 676. fundur - 10.10.2013

Á 674. fundi byggðarráðs þann 26. september s.l. var til umfjöllunar erindi frá stjórn UMFS hvað varðar byggingu á gervigrasvelli ásamt frjálsíþróttavelli á íþróttasvæði félagsins á Dalvík. Óskað er aðkomu Dalvíkurbyggð með aðstoð við fjármögnun allt að 85% af framkvæmdarkostnaði sem er áætlaður 330 m.kr.

Til umræðu ofangreint og hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið.

Til umræðu ofangreint og hver möguleg aðkoma Dalvíkurbyggðar gæti orðið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi uppbyggingu á vallarsvæði. Nýjar tillögur liggja fyrir frá Verkís sem hafa verið áframsendar á fulltrúa UMFS.

Íþrótta- og æskuýðsráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 55. fundur - 01.04.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála fyrir ráðinu. Samkvæmt samtali við forsvarsmenn UMFS þá er enn í athugun að skoða möguleikann á velli í fullri stærð, er það enn á óformlegu umræðustigi. Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar að bókun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar á einungis við um gerð á hálfum velli. Ekki liggur fyrir hvort UMFS fari af stað í framkvæmdir á velli á þessu ári.

Byggðaráð - 709. fundur - 02.10.2014

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:54.
Heiða Hilmarsdóttir, varamaður Kristjáns, kom á fundinn undir þessum lið kl. 10:56.

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, bréf dagsett þann 22. september 2014, þar sem fram kemur að stjórn UMFS óskar eftir því að fá styrk frá Dalvikurbyggð upp á allt að 2 m.kr.. Styrkurinn verði notaður til þess að láta gera nákvæma kostnaðaráætlun sem unnin yrði að verkfræðingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins. Fram kemur einnig að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir fjármagni því sem ætlað var til framkvæmdanna samkvæmt samþykkt byggðarráðs þann 18. október 2013, verði ráðstafað með öðrum hætti en samþykktin gerði ráð fyrir. Í meðfylgjandi bréfi sem sent var á hönnuði, dagsett þann 25. ágúst 2014, kemur meðal annars fram að óskað er eftir tilboði í hönnun á gervigrasfótboltavelli í fullri stærð.

Heiða vék af fundi undir þessum lið kl. 11:41.
Frestað til næsta fundar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum UMFS á fund byggðaráðs kl. 15:00 þriðjudaginn 7, október n.k.

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn kl. 11:43.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 61. fundur - 07.10.2014

Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum 11.09.2014 að lækka áætlun deildar 06-80 um 40,0 m.kr með viðauka,þar sem styrkur til UMFS vegna 1/2 gervigrasvallar er ósóttur. í Kjölfarið sendi UMFS inn erindi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð allt að tvær milljónir króna. Styrkurinn verði notaður til að láta gera kostnaðaráætlun sem unnin yrði af verkfræðingum, vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins.
Ofangreint var til kynningar og umræðu.

Byggðaráð - 710. fundur - 07.10.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Kristján Ólafsson, formaður UMFS, Jónína Guðrún Jónsdóttir,gjaldkeri UMFS, Björn Friðþjófsson, ráðgjafi í vallarmálum og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 709. fundi byggðaráðs þann 2. október s.l. var eftirfarandi bókað:
6. 201309034 - Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:54.
Heiða Hilmarsdóttir, varamaður Kristjáns, kom á fundinn undir þessum lið kl. 10:56.

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, bréf dagsett þann 22. september 2014, þar sem fram kemur að stjórn UMFS óskar eftir því að fá styrk frá Dalvíkurbyggð upp á allt að 2 m.kr.. Styrkurinn verði notaður til þess að láta gera nákvæma kostnaðaráætlun sem unnin yrði af verkfræðingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins. Fram kemur einnig að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir fjármagni því sem ætlað var til framkvæmdanna samkvæmt samþykkt byggðarráðs þann 18. október 2013, verði ráðstafað með öðrum hætti en samþykktin gerði ráð fyrir. Í meðfylgjandi bréfi sem sent var á hönnuði, dagsett þann 25. ágúst 2014, kemur meðal annars fram að óskað er eftir tilboði í hönnun á gervigrasfótboltavelli í fullri stærð.

Heiða vék af fundi undir þessum lið kl. 11:41.

Frestað til næsta fundar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum UMFS á fund byggðaráðs kl. 15:00 þriðjudaginn 7, október n.k.

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn kl. 11:43.

Til umræðu ofangreint.
Kristján, Jónína Guðrún, Björn og Hildur Ösp viku af fundi kl. 15:40.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð allt að kr. 2.000.000 vegna jarðvegsathugunar sem er hluti af forathugunum og rannsóknum í tengslum við framtíðarhugmyndir um uppbyggingu UMFS á íþróttasvæði félagsins. Vísað á deild 06-80, þannig að í stað þess að lækka áætlun ársins 2014 um 40 m.kr. þá er lækkunin 38 m.kr.

Fram kemur í erindi frá UMFS, dagsett þann 20. september 2014, að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir að fjármagninu sem ætlað var til framkvæmda verði ráðstafað með öðrum hætti en fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 gerði ráð fyrir. Í sama erindi kemur einnig fram í fylgigögnum að UMFS stefnir á gervigrasfótboltavöll í fullri stærð og að til dæmis verði hlaupabraut fyrir 100 metra hlaup, alls 4 brautir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 18. október 2013, og staðfest af sveitarstjórn sem hluti af fjárhagsáætlun 2014-2017, um styrk vegna uppbyggingar á íþróttasvæði, þ.e. 1/2 gervigrasvöllur og 400 m hlaupabrautir, standi og þannig færist um eitt ár í fjárhagáætlun 2015-2018, þar sem ekki liggja fyrir nýrri og haldbærari upplýsingar að byggja á.

Er nýtt erindi berst verður tekin afstaða til þess byggð á nýjum upplýsingum og ákvörðun tekin í framhaldinu um ráðstöfun fjármagns og uppbyggingu og rekstur svæðisins í framtíðinni. Í þessu sambandi sem og öðrum er vert að hafa í huga að sveitarfélagið verður ávallt að horfa til þess hvort og hvert svigrúmið er þegar allur rekstur og fjárfestingar sveitarfélagsins koma saman heildstætt í fjárhagsáætlun. Samkvæmt tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun er á áætlun að leggja tillögu að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir byggðarráð fimmtudaginn 23. október n.k.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 62. fundur - 11.11.2014

Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri kom á fundinn kl. 9:55 og sat fundinn undir þessum lið. Bjarni gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur sveitarfélagsins í heild sem og uppbyggingu á vallarsvæði UMFS.
Bjarni vék af fundi kl. 10:15.

Byggðaráð - 718. fundur - 20.11.2014

Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 09:05 vegna vanhæfis undir þessum lið.

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 9:05 Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi,Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, Kristján Ólafsson, formaður UMFS, Jóna Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri UMSF og Björn Friðþjófsson, ráðgjafi í vallarmálum.

Til umræðu afgreiðslur byggðarráðs frá 717. fundi þann 13. nóvember s.l. er varða beiðni um styrk og aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu gervigrasvallar á íþróttasvæði UMFS.

Byggðarráð hefur samþykkt eftirfarandi:
Fella úr gildi fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 18.10.2013 um 40,0 m.kr. styrk árin 2014 og 2015 vegna 1/2 gervigrasvallar og 35,0 m.kr. framlag á fjárfestingar árin 2016 og 2017 vegna 400 m hlaupabrauta, meðal annars í tengslum við unglingalandsmót í frjálsum íþróttum sem stóð til að sækja um; alls 150 m.kr.
Hafna erindi UMFS um styrk að upphæð 150 m.kr. vegna gervigrasvallar í fullri stærð og 15 m.kr. framlag Hitaveitu vegna hitalagnar að velli. Byggðarráð samþykkti að veita 3,0 m.kr. styrk árið 2015 til átaks í endurbótum á æfingarsvæði. Einnig var bókað að núverandi samningur við UMFS rennur út 31.12.2015 og við endurskoðun á samningi telur byggðarráð mikilvægt að taka til umfjöllunar framtíðar uppbyggingu á núverandi svæði og mögulega aðkomu sveitarfélagsins að því. Fyrir þann tíma telur byggðarráð mikilvægt að deiliskipulag íþróttasvæðis liggi fyrir.

Til umræðu ofangreint.

Hildur Ösp, Gísli Rúnar, Kristinn Ingi, Kristján, Jóna Guðrún og Björn viku af fundi kl. 10:03.
Í samráði við fulltrúa stjórnar UMFS á fundinum samþykkir byggðarráð með 2 atkvæðum að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn, í samráði við stjórn UMFS, og að erindisbréfið fari síðan fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Hluti af verkefni þessa vinnuhóps væri að fara yfir framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju kl. 10:04.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Á fundi Byggðaráðs þann 20.11.2014 var samþykkt að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð fól íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Samkvæmt drögum að erindisbréfinu er einn af þessum 6 fulltrúum aðili frá íþrótta- og æskulýðsráði en einnig mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfa með hópnum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa ráðsins.

Byggðaráð - 721. fundur - 18.12.2014

Á 718. fundi byggðarráðs þann 20. nóvember s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

Í samráði við fulltrúa stjórnar UMFS á fundinum samþykkir byggðarráð með 2 atkvæðum að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn, í samráði við stjórn UMFS, og að erindisbréfið fari síðan fyrir byggðarráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Hluti af verkefni þessa vinnuhóps væri að fara yfir framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu á íþróttasvæðinu.

Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. desember 2014 var eftirfarandi bókað:
Á fundi Byggðaráðs þann 20.11.2014 var samþykkt að setja saman 6 manna vinnuhóp; 3 fulltrúa frá UMFS og 3 fulltrúa frá Dalvíkurbyggð. Byggðarráð fól íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. Samkvæmt drögum að erindisbréfinu er einn af þessum 6 fulltrúum aðili frá íþrótta- og æskulýðsráði en einnig mun íþrótta- og æskulýðsfulltrúi starfa með hópnum.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og tilnefnir Kristinn Inga Valsson sem fulltrúa ráðsins.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði fulltrúi byggðarráðs í vinnuhópnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu.

Umhverfisráð - 281. fundur - 16.09.2016

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað. Á 791. fundi byggðarráðs var þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag svæðisins vísað til umhverfisráðs.
Ráðið leggur til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári.

Samþykkt með þremur atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 81. fundur - 29.09.2016

Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreind var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.



Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum 8.9.2016 að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu.



Á fundi umhversiráðs 16.09.2016 lagði ráðið til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári.



Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir það að nauðsynlegt sé að klára deiliskipulagsvinnu sem fyrst.

Í skýrslu um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS sem unnin var árið 2105 með fulltrúum UMFS og Dalvíkurbyggðar, var ákveðið að grunnstyrkur vegna rekstur svæðisins verði hækkaður í 5.000.000 úr rúmum 3.000.000. Þar að auki var samþykkt að auka við fjármagn til rekstrarins árin 2015-2018 um samtals 7.500.000

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 14:27.

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 14:31.



Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá formanni UMFS, bréf dagsett þann 30. ágúst 2016, þar sem stjórn UMFS vill vekja athygli á aðstöðuleysi sem félagið býr við. Fram kemur að skipaður var vinnuhópur Dalvíkurbyggðar og UMFS þar sem skilgreint var viðhaldsþörf vallarsvæðis, gerð tillaga að viðhaldsáætlun til næstu ára og mótuð framtíðarsýn hvað varðar heildaruppbyggingu á svæðinu. Skýrslan var sett fram í apríl 2015. Jafnframt er óskað eftir því að deiluskipulag fyrir íþróttasvæðið verði klárað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöðu ráðsins og tillögu að afgreiðslu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa einnig þeim hluta erindisins er varðar deiliskipulag til umhverfisráð til umfjöllunar og óskar eftir niðurstöður ráðsins og tillögu að afgreiðslu."







Á 281. fundi umhverfisráðs þann 16. september s.l. var eftirfarandi niðurstaða:

"Ráðið leggur til að deiliskipulag íþróttasvæðis og nærliggjandi svæða verði deiliskipulagt á næsta ári. Samþykkt með þremur atkvæðum."



Á 81. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 29. september 2016 var eftirfarandi niðurstaða:

"Íþrótta- og æskulýðsráð tekur undir það að nauðsynlegt sé að klára deiliskipulagsvinnu sem fyrst. Í skýrslu um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS sem unnin var árið 2105 með fulltrúum UMFS og Dalvíkurbyggðar, var ákveðið að grunnstyrkur vegna rekstur svæðisins verði hækkaður í 5.000.000 úr rúmum 3.000.000. Þar að auki var samþykkt að auka við fjármagn til rekstrarins árin 2015-2018 um samtals 7.500.000."



Börkur Þór vék af fundi kl. 14:33.
Lagt fram til kynningar.