Íþrótta- og æskulýðsráð

55. fundur 01. apríl 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skýrsla framkvæmdastjóra skíðafélags

Málsnúmer 201403197Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð hafði óskað eftir skýrslu frá framkvæmdastjóra Skíðafélagsins fyrir fundinn en hún barst ekki.

2.Fréttir af 93. ársþingi UMSE

Málsnúmer 201403139Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fréttir frá 93. ársþingi UMSE sem haldið var fimmtudaginn 13. mars að Rimum í Svarfaðardal.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sótti fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og upplýsti því frekar um gang fundarins.

3.Landsmót UMFÍ 50+ árið 2016. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201402125Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér 6. Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður árið 2016. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2014.

Lagt fram.

4.Unglingalandsmót UMFÍ 2017. Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 201402126Vakta málsnúmer

Ungmennafélag Íslands óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér 20. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2017. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2014. UMSE er að vinna að umsókn og hefur nú þegar fengið stuðningsyfirlýsingu frá Dalvíkurbyggð til þess. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins hafa setið í starfshópi vegna umsóknar og hittist starfshópurinn næst 2. apríl nk. til frekari vinnslu á umsókninni.

5.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðu mála fyrir ráðinu. Samkvæmt samtali við forsvarsmenn UMFS þá er enn í athugun að skoða möguleikann á velli í fullri stærð, er það enn á óformlegu umræðustigi. Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar að bókun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar á einungis við um gerð á hálfum velli. Ekki liggur fyrir hvort UMFS fari af stað í framkvæmdir á velli á þessu ári.

6.Iðkendaupplýsingar úr æskurækt

Málsnúmer 201403196Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram til kynningar tölfræðiupplýsingar úr æskuræktinni sem forstöðumaður Víkurrastar tók saman. Um er að ræða frekar einfaldar upplýsingar sem þarf að vinna betur og munu íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt forstöðumanni Víkurrastar taka saman frekari gögn og leggja fyrir næsta fund. Íþrótta- og æskulýðsráð lýsir yfir ánægju sinni með þann möguleika á tölfræðiupplýsingum og utanumhaldi sem æskuræktin veitir.

7.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs

Málsnúmer 201403198Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda vorfund með forsvarsmönnum íþróttafélaganna 6. maí nk. kl. 16:30. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að boða félögin, bóka sal og veitingar. Á fundinum myndi ráðið vilja ræða stöðuna á gerð siðareglna félaganna og umsókn um unglingalandsmót 2017. Einnig verður óskað eftir hugmyndum að umræðuefni frá félögunum.

8.Framlenging á samstarfssamningi

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi. Félagið telur sig ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að halda úti framkvæmdarstjóra og óskar því eftir því að Dalvíkurbyggð komi að ráðningu framkvæmdastjóra en inn í styrktarsamningi sveitarfélagsins við Skíðafélagið er fjármagn vegna 50% starfs framkvæmdastjóra frá 1. júní 2014 til 31. desember 2014.

Íþrótta- og æskulýðsráð frestar afgreiðslu vegna skorts á upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fylgja málinu eftir. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur verður boðuð á næsta fund ráðsins.

9.Sund fyrir framhaldskólanemendur

Málsnúmer 201403229Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur verði framhaldsskólanemendum með lögheimili á Dalvík boðið frítt í sundlaug Dalvíkur gegn framvísun skólaskírteinis.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Snæþór Arnþórsson Varaformaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Guðmundur St. Jónsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi