Íþrótta- og æskulýðsráð

61. fundur 07. október 2014 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri fræðslu og menningarsviðs.
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi lögðu fulltrúar GHD fram greinagerð um stöðuna í dag og hvað sé hægt að gera varðandi uppbyggingu á golfvallarsvæði á Dalvík. Hægt er að byggja nýjan völl og er áætlaður kostnaður við byggingu nýs vallar um 100 milljónir samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Einnig er hægt að fara í að byggja upp golfvöllinn sem er nú til staðar og er gert ráð fyrir að kostnaður við heildaruppbyggingu á sama stað verði álíka mikill og alltaf hætta að áin skemmi áfram neðra svæðið.

Dæmi um kosti við nýja staðsetningu er nálægð við byggð og því hægt að labba á svæðið úr bænum, nálægð við tjaldsvæði og aðra gistingu fyrir ferðamenn. Möguleikar á að gera heildrænt útivistarsvæði samhliða nýjum golfvelli.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur eðlilegt að kannaður verði til hlýtar kostnað og hagkvæmni við að færa völlinn. Íþrótta- og æskulýðsráð vísar erindinu til umhverfisráðs til umfjöllunar. Telji umhverfisráð staðsetningu geta komið til greina, leggur íþrótta- og æskulýðsráð til að GHD verði styrkt um allt að 1.500.000 til frekari úttektar og hönnunar á svæðinu árið 2015, með það í huga að kanna hvort uppbygging á þessu svæði sé raunhæfur kostur. Að því loknu mun verða haldinn íbúafundur.

2.Fjárhagsáætlun 2015; Ósk um endurskoðun á rekstrarstyrk frá Dalvikurbyggð til GHD.

Málsnúmer 201409030Vakta málsnúmer

Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs, formaður byggðaráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áttu fund með forsvarsmönnum GHD 1. október sl. Á þeim fundi gerðu fulltrúar GHD grein fyrir því að miðað við kostnað sem félagið sér fram á að verða fyrir á næstu árum vegna uppbyggingar, viðhalds á tækjabúnaði og þjálfunar yngri iðkenda þá telji þeir nausynlegt að endurskoða það fjármagn sem félagið fær.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félagið verði styrkt um kr. 1.000.000.- til niðurgreiðslu á skuldum félaqsins. Samningur verði svo endurskoðaður í heild sinni á næsta ári samhliða öðrum samningum við íþróttafélögin.

3.Fjárhagsáætlun 2015; sparkvöllur í Árskógi

Málsnúmer 201409003Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Reynis og eru þeir að skoða með hvaða hætti þeir geti komið að slíkri framkvæmd sem og staðsetningu. Ekki hafa borist gögn frá Reyni og er því erindinu frestað.

4.Skíðafélag Dalvíkur, framlenging á samstarfssamningi.

Málsnúmer 201403206Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að viðaukasamningi við Skíðafélagi Dalvíkur. Þar er gert ráð fyrir að gerðar verði breytingar á fyrri samningi þar sem forsendur vegna greiðslna vegna troðaraláns hafa breyst. Gert er ráð fyrir að í stað þess að leggja fram fjármagn vegna troðaraláns, sem nú er uppgreitt, mun skíðafélagið fá samtals 8 millljónir m.a. vegna ráðningar svæðisstjóra og viðhalds skíðasvæðis, sbr. tillögur starfshóps.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, með þeirri breytingu að styrkupphæð verði 6 mkr. í stað 8 mkr.

Andrea Ragúels og Íris Hauksdóttir samþykkja ekki samninginn og óska eftir að eftirfarandi sé fært til bókar: Dalvíkurbyggð hefur styrkt Skíðafélagið mikið síðustu ár. Passa þarf jafnræði gagnvart félögunum og að fjármagn sé nýtt á skilvirkan hátt. Við teljum að það hefði átt að taka það skref að ráða sameiginlegan stjórnenda fyrir Golfklúbbinn og Skíðafélagið, þar sem markaðssetning væri hluti af starfsskyldu. Auglýsing Skíðafélagsins eftir rekstrarstjóra teljum við ekki endurspegla þær kröfur sem rétt er að gera til starfsins.

5.Skýrsla forstöðumanns vinnuskóla 2014

Málsnúmer 201409149Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla fá Elínu Rós Jónasdóttur, forstöðumanns vinnuskóla sumarið 2014. Þar kemur fram að í heildina hafi vinnuskóli gengið vel, en þetta er fyrsta sumarið sem vinnuskóli heyrir beint undir fræðslu- og menningarsvið. Mikið samstarf var við umhverfisstjóra enda stór hluti verkefna á hans verksviði. Hlutfall nemenda var í kringum 70-80% í árgöngum 2000 og 1999, en einungis um 25% af árgangi 1998, sem mörg hver fá vinnu annarsstaðar.
Allir nemendur vinnuskólans voru kallaðir inn í viðtal í upphafi og fengu einnig allir umsögn í lok sumars.
Vinnuskólinn var í samstarfi við hina ýmsu aðila, s.s. leikskóla, íþróttafélög og Hvalaskoðun Níelsar. Með slíku samstarfi var verið að bjóða nemendum að kynna sér hinar ýmsu hliðar atvinnulífsins. Gekk þetta fyrirkomulag vel fyrir sig og nú þegar hafa fleiri sýnt þessu áhuga fyrir næsta ár. Skýra þarf betur rammann fyrir þessa starfsemi fyrir næsta ár.
Allir flokkssjórar fóru á námskeið SÍMEY í upphafi sumars, sem er sérhannað fyrir floksstjóra. Haldin voru tvö námskeið fyrir nemendur, "Einelti og samskipti á vinnustað" og "Gerð ferilskrár"
Tækjabúnaður vinnuskóla þarf að endurnýja að hluta og hefur það nú þegar verið sett fram í starfsáætlun- og fjárhagsáætlun fyrir vinnuskólann.

Elínu Rós eru þökkuð vel unnin störf og greinargóð skýrsla.

6.Starfsfólk í Víkurröst veturinn 2014/15

Málsnúmer 201410006Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir starfsmannamálum vetrarins í Víkurröst. Sigrún Björk Sigurðardóttir mun starfa áfram í vetur sem hlutastarfsmaður, en hún óskaði eftir því að minnka við sig starfshlutfall og var því auglýst eftir öðrum starfsmanni til að leysa það starfshlutfall sem hún minnkaði við sig. Búið er að ganga frá ráðningu á Arnóri Gunnarssyni og hóf hann störf í byrjun september.
Ekki hafa aðrar breytingar orðið og sinnir Viktor Már Jónasson starfi forstöðumanns sem fyrr.

Íris Hauksdóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 9:35 og kom ekki aftur á fundinn.

7.Uppsögn á starfi

Málsnúmer 201409165Vakta málsnúmer

Hólmfríður Stefánsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október 2014. Hólmfríður mun hætta störfum 31. desember nk. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur heppilegt að ráðið verði í starfið með breyttu sniði. Hingað til hefur Hómfríður eingöngu starfað á starfstíma grunnskólans. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur heppilegt að breyta starfinu þannig að þessi starfsmaður vinni allt árið og geti því komið að sumarafleysingu, með þessu móti verður auðveldara að koma saman sumarafleysingu. Fyrirkomulagið hefur ekki í för með sér aukin kostnað, heldur er verið að festa hluta af sumarafleysingu inn í annað starf, sem fyrir var, þar sem það þarf alltaf að sinna þessari afleysingu.
íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við þessa útfærslu og samþykkir hana.

8.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum á fundi sínum 11.09.2014 að lækka áætlun deildar 06-80 um 40,0 m.kr með viðauka,þar sem styrkur til UMFS vegna 1/2 gervigrasvallar er ósóttur. í Kjölfarið sendi UMFS inn erindi þar sem óskað er eftir styrk að upphæð allt að tvær milljónir króna. Styrkurinn verði notaður til að láta gera kostnaðaráætlun sem unnin yrði af verkfræðingum, vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins.
Ofangreint var til kynningar og umræðu.

9.Úthlutun úr afreks og styrktarsjóði 2014

Málsnúmer 201410021Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð felur sviðsstjóra og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir styrkumsóknum í afreks- og styrktarsjóð ráðsins í nóvember. Umsóknum þarf að vera búið að skila inn fyrir 30. nóvember 2014. Úthlutun fer svo fram á hátíðarfundi ráðsins, fimmtudaginn 8. janúar 2015.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Andrea Ragúels Víðisdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Hildur Ösp Gylfadóttir sviðstjóri fræðslu og menningarsviðs.