Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Reynir; sparkvöllur í Árskógi.

Málsnúmer 201409003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Bjarni vék af fundi undir þessum lið kl. 9:17 til annarra starfa.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.

Byggðarráð hefur vísað ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs myndi völlur sambærilegur við Dalvíkurskóla kosta um 20,0 m.kr. án upphitunar og reksturs.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá Ungmennafélaginu Reyni um útfærslu á verkefninu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við félagið varðandi ofangreint.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs myndi völlur sambærilegur við Dalvíkurskóla kosta um 20,0 m.kr. án upphitunar og reksturs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá Ungmennafélaginu Reyni um útfærslu á verkefninu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við félagið varðandi ofangreint.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 61. fundur - 07.10.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Reynis og eru þeir að skoða með hvaða hætti þeir geti komið að slíkri framkvæmd sem og staðsetningu. Ekki hafa borist gögn frá Reyni og er því erindinu frestað.

Byggðaráð - 712. fundur - 16.10.2014

Á 61. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 7. október 2014 var eftirfarandi bókað:
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur verið í sambandi við forsvarsmenn Reynis og eru þeir að skoða með hvaða hætti þeir geti komið að slíkri framkvæmd sem og staðsetningu. Ekki hafa borist gögn frá Reyni og er því erindinu frestað.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi áfram til skoðunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.

Byggðarráð er áhugasamt um ofangreint erindi.