Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs myndi völlur sambærilegur við Dalvíkurskóla kosta um 20,0 m.kr. án upphitunar og reksturs.
Bjarni vék af fundi undir þessum lið kl. 9:17 til annarra starfa.