Byggðaráð

708. fundur 18. september 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Hvað varðar liði 1. - 13 er um að ræða sameiginlegan fund byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsráðs vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018.

1.Fjárhagsáætlun 2015; Frá blakfélaginu Rimar; Strandblakvöllur.

Málsnúmer 201409010Vakta málsnúmer

Hildur Ösp Gylfadóttir og Kristinn Ingi Valsson viku af fundi undir þessum lið kl. 10:39 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá stjórn Blakfélagsins Rimar, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem, í ljósi ört vaxandi áhuga á strandblaki, óskar Blakfélagið Rimar eftir styrk til að útbúa tvo samliggjandi blakvelli í Dalvíkurbyggð. Meðfylgjandi er kostnaðaráætlun fyrir verkið kr. 3.902.216 vegna útlagðs kostnaðar og eigið framlag vegna jarðvegsvinnu kr. 1.200.000. Sótt er um styrk að upphæð kr. 3.902.216.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að við gerð starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 að hugað verði að því að gera ráð fyrir 1,0 m.k. styrk árið 2015 og 1,0 m.kr. styrk árið 2016.

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela umhverfisráði að fjalla um tillögur blakfélagsins Rima um staðsetningu á strandblakvöllum.

2.Frá skólastjóra Árskógarskóla; Ósk um viðauka vegna skólaaksturs 2014.

Málsnúmer 201409042Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vék Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson af fundi vegna vanhæfis kl. 12:38 og Kristján Guðmundsson, varaformaður, tók við fundarstjórn undir þessum lið.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 2. september 2014, þar sem fram kemur að ljóst er að skólaakstur liður 4113 fer framúr áætlun skólans vegna skólaaksturs fyrir árið 2014. Haustið 2013 bættist Kálfsskinn við áætlun og leið breyttist en ekki hafði verið uppreiknað í nýjar tölur þegar áætlun 2014 var gerð. Áætlun ársins 2014 hljóðar uppá 2.500.000. kr en ljóst er að staðan verði 3.500.000. kr í árslok. Vegna hækkana kjarasamninga og annarra þátta er ólíklegt að svigrúm verði innan fjárhagsáætlunar ársins 2014 til þess að mæta þessum aukna kostnaði, mögulega þó. Ef ekki verður svigrúm óskar skólastjóri eftir aukafjárveitingu/viðauka við ramma skólans er árið er gert upp.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, vísað á deild 04-24 og viðaukanum er þá mætt með lækkun á handbæru fé.

Gunnþór kom á fundinn að nýju kl. 12:41.

3.Frá Eyþingi; 257. fundur stjórnar Eyþings.

Málsnúmer 201408019Vakta málsnúmer

Tekin fyrir 257. fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. ágúst 2014.
Lagt fram til kynningar.

4.Leiga og sala á íbúðum i eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Málsnúmer 201408041Vakta málsnúmer

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

1.
201408041 - Félagslegar íbúðir; Leiga og sala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Til umræðu staða mála hvað varðar útleigu og sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarfélagið á nú 18 íbúðir á Dalvík og 13 íbúðir á Árskógsströnd eða alls 31 íbúð. Allar íbúðirnar eru í útleigu nema ein á Árskógsströnd.

Stefnt hefur verið á til lengri tíma að sveitarfélagið eigi 4 íbúðir til ráðstöfunar á Dalvík, þar að auki eru 2 fyrir aldraða í Kirkjuvegi og 1 íbúð í Skógarhólum vegna Skammtímavistunar. Á Árskógsströnd er gert ráð fyrir að eiga 3 íbúðir til lengri tíma. Alls 10 íbúðir.

Eyrún vék af fundi kl. 08:51.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefna að því að fækka íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar um um það bil helming á næstu 3 árum. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá faglegt verðmat á öllum íbúðum í eigum Dalvikurbyggðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að sölu íbúða.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði byggðarráði grein fyrir áætluðum kostnaði vegna verðmats fasteignasala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu verðmati til ársins 2015.

5.Frá Alþingi; Fundur með sveitarstjórnum 2014.

Málsnúmer 201409113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett þann 16. september 2014, þar sem fulltrúum sveitarfélaga og/eða landshlutasamtaka þeirra er boðið til viðtals um fjármál sveitarfélaga í tengslum við vinnu nefndarinnar vegna fjárlagagrumvarps 2015. Mælt er með að sveitarfélögin nýti sér fjarfundarfyrirkomulag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með fjárlaganefnd þann 17. október n.k.

6.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Kynningarbréf frá Samtökum sjávarútvegsfélaga.

Málsnúmer 201409086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga, móttekið í rafpósti þann 11. september 2014, þar sem samtökin eru kynnt og tilgangur þeirra. Fram kemur að þann 8. október n.k. verður aðalfundur samtakanna haldinn, í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Þess er vænst að fulltrúar frá Dalvíkurbyggð mæti þar og móti starfið áfram.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum sveitarstjóri sæki fundinn f.h. Dalvíkurbyggðar.

7.Frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiárið 2014/2015.

Málsnúmer 201409077Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytingu, bréf dagsett þann 2. september 2014, þar sem fram kemur að ráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um í samræmi við ofangreint.

8.Frá Húsbakka ehf.; Framlenging á leigusamningi vegna Rima.

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Á 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar framlenging á samningi frá 1. mars 2012 um félagsheimili og umhverfi Rima til 31.12.2014 með einni breytingu. Breytingin felur í sér að í stað þess að Húsabakki ehf. sjái um og beri kostnað af slætti og umhirðu íþróttarvallar, þá sjái Húsabakki um utanumhald en reikningur skiptist á þrjá aðila. Þeir eru Dalvíkurbyggð, Þorsteinn Svörfuður og Húsabakki ehf., þó að hámarki 150.000 kr. á aðila. Þorsteinn Svörfuður mun leggja til og bera áburð á völlinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, Jón Ingi Sveinsson greiddi atvæði á móti. Ráðið hefði viljað sjá óbreyttan samning frá fyrra ári og leggur áherslu á að samningurinn verði tekinn til skoðunar strax í haust.

Með fundarboði fylgdi gildandi samningur vegna Rima ásamt framlengingu á leigusamningi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til fyrirhugaðs fundar formanns byggðarráðs, sveitarstjóra og umsjónarmanns fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf.


Fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsráði, Hildur Ösp og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 12:14 undir þessum lið.

9.Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; Styrkur vegna ársþings UMSE 2014.

Málsnúmer 201409072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá UMSE, dagsett þann 4. september 2014, þar sem fram kemur að sú hefð hefur skapast að sveitarfélögin á starfssvæði UMSE hafi styrk framkvæmd á ársþingi UMSE, þegar þingið fer fram innan hvers sveitarfélags.

Fram kemur að þingið var haldið að Rimum í Svarfaðardal fimmtudaginn 13. mars s.l. í umsjón Ungmennafélagsiins Þorsteins Svörfuðar. UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þinghaldsins vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu, alls kr. 109.100.

Lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE fór að þessu sinni fram í Félagsheimilinu Árskógi og var kaffisamsæti i umsjón Kvenfélagsins Hvatar.

UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þessa vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi og bendir á að erindi um styrki frá sveitarfélaginu þurfa að koma áður en viðburðir eru haldnir.

10.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Mótorsportfélagi Dalvíkur; svæði fyrir félagið.

Málsnúmer 201409002Vakta málsnúmer

Hildur Ösp og Kristinn Ingi Valsson komi inn á fundinn á nýju undir þessum lið kl. 11:01

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem vísað er til meðfylgjandi samantektar um starfsemi Mótorsportfélags Dalvíkur og þær umsóknir sem eru núna í gangi. Félagið stefnir að því að sækja um styrk hjá sveitarfélaginu þegar öll leyfi eru komin í höfn og eins þegar samkomulag verður um úthlutað svæði til mótorsports. Fram kemur að stjórn félagsins á fund með umhverfisráði n.k. föstudag.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Á 254. fundi umhverfisráðs þann 5. september 2014 var eftirfarandi bókað:
5.
201408011 - Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.

Til umræðu umsókn mótorsportfélags Dalvíkur um nýtt svæði. Á fundinn mæta forsvarsmenn félagsins.

Umhverfisráð tekur jákvætt í nýja staðsetningu, þó með smávægilegri tilfærslu. Ráðið leggur til að hugmyndin verði kynnt hagsmunaðilum og nágrönnum svæðisins.

UNdir þessum lið mættu fjórir forsvarsmenn félagsins.
Lagt fram til kynningar en málið er í vinnslu hjá umhverfisráði.

11.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum; Erindi um uppbyggingu hjólabrettaaðstöðu.

Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kjörnir fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsráði; Kristinn Ingi Valsson, formaður, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður, Íris Hauksdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Andrea Ragúels Víðisdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllnunar. Jafnframt að skoðuð verði fyrri gögn um sambærilegt mál.

Með fundarboði fylgdu eldri gögn um sambærileg mál frá árunum 2005,2006 og 2007 sem og upplýsingar um rampa frá Rhino.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs.

12.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennafélaginu Reynir; sparkvöllur í Árskógi.

Málsnúmer 201409003Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennafélagsins Reyni, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem fram kemur að á aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl s.l. var samþykkt ályktun þess efnis að hvetja Dalvíkurbyggð til að koma upp sparkvelli við Árskóg árið 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til kostnaðargreiningar hjá umhverfis- og tæknisviði og til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs myndi völlur sambærilegur við Dalvíkurskóla kosta um 20,0 m.kr. án upphitunar og reksturs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá nánari upplýsingar frá Ungmennafélaginu Reyni um útfærslu á verkefninu og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að hafa samband við félagið varðandi ofangreint.

13.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Skíðafélagi Dalvíkur, mótanefnd; Skíðamót Íslands 2015.

Málsnúmer 201408102Vakta málsnúmer

Á 706. fundi þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir kr. 500.000 styrk upp í kostnað við Skíðamót Íslands sem haldið verður dagana 20. - 22. mars 2015 á Dalvík og í Ólafsfirði.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Upplýst var á fundinum að frekari gögn hafa ekki borist.

Ofangreint til umræðu.

Til umræðu einnig styrktarsamningur við Skíðafélagið í heild sinni sem og viðaukasamningur sem samþykktur var á fundi byggðarráðs þann 31. júlí s.l.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.

14.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Sveini Arndal Torfasyni; notkunargjald af íþróttamannvirkjum í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201409013Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn undir þessum lið að nýju kl. 09:27.

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Sveini Arndal Torfasyni, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem lagt er til að hugað verði að því að "Fríkort" fyrir börn í Íþróttamiðstöðina dugi sem aðgangskort í önnur íþróttamannvirki í sveitarfélaginu, s.s. golfvöll, skíðasvæði, innahússgolfvöll o.s.frv.

Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Ofangreint til umræðu.
Byggðarráð þakkar erindið en telur að sveitarfélagið sé að bregðast að hluti til við með hvatagreiðslum í gegnum ÆskuRækt.

15.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Golfklúbbnum Hamar; Ósk um endurskoðun á rekstrarstyrk frá Dalvíkurbyggð til GHD.

Málsnúmer 201409030Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem óskað er endurskoðunar á rekstrarstyrk frá Dalvíkurbyggð til GHD.

Á fundinum kom fram að í gildi er 3ja ára samningur við Golfklúbbinn til loka árs 2015.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta- og æskulýðsráðs.

Ofangreint til umræðu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að formaður byggðarráðs, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins Hamars um ofangreint erindi.

16.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Golfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning á nýjum Golfvelli GHD.

Málsnúmer 201409031Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 8:58 vegna vanhæfis.

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:57 vegna vanhæfis.

Tekið fyrir erindi frá formanni Golfklúbbsins Hamars, um mögulega nýja staðsetningu á nýjum golfvelli GHD. Fram kemur að verið er að vinna að grófri kostnaðaráætlun varðandi nýjan golfvöll á Dalvík og aðra áætlun um það hvað þyrfti að gera fyrir Arnarholtsvöll svo hann kæmist í gott ástand. Klúbburinn óskar því eftir að taka upp frekari umræður við nýtt byggðarráð Dalvíkurbyggðar þegar þau gögn liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að verða við beiðni klúbbsins um frekari viðræður en bendir á að samkvæmt tímaramma við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 þá þarf öll ákvarðanataka byggðarráðs að liggja fyrir í síðasta lagi 9. október n.k.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að formaður byggðarráðs, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fundi með forsvarsmönnum Golfklúbbsins Hamars og óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað vegna framkvæmda og reksturs.

17.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Axel Snæ Jóni Jónssyni; endurnýjun á líkamsræktarstöð Íþróttamiðstöðvar.

Málsnúmer 201408101Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Axel Snæ Jóni Jónssyni, rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurnýja líkamsræktarstöðin á Dalvík þar sem tæki og lóð eru úr sér gegnin.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingar og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var kynnt tillaga að endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06, málsnúmer 201408069. Fram kemur að samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25 m.kr. en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð þakkar erindið en með vísan til ofangreindar bókunar þá er málið komið í ferli.
Lagt fram til kynningar.

18.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar; beiðni um rekstrarstyrk 2015.

Málsnúmer 201409012Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar, bréf dagsett þann 1. september 2014, þar sem UMSE óskar eftir áframhaldandi rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna ársins 2015. Einnig er óskað eftir hækkun frá fyrra ári. Fram kemur að styrkurinn er nýttur til rekstur á skrifstofu UMSE.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir upplýsingum og gögnum í samræmi við reglur Dalvíkurbyggðar almennt um umsóknir og vísar ofangreindu erindi til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta-og æskulýðsráðs þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela formanni byggðarráðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að eiga fund með forsvarsmönnum UMSE fyrir næsta fund byggðarráðs.

Með fundarboði fylgi minnisblað íþrótta- og æskulýðsfullrúa vegna fundar með fulltrúum UMSE þann 11.09.2014.

Til umræðu ofangreint.

Upplýst var á fundinum að gert er ráð fyrir 1,1 m.kr. styrk til UMSE í tillögu í fjárhagsáætlun 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við stjórn UMSE hvað varðar flutning á skrifstofu UMSE til Dalvíkurbyggðar og útfærslu á auknu starfi framkvæmdastjóra.

19.Fjárhagsáætlun 2015; Frá Skíðafélagi Dalvíkur, stjórn; fegrun umhverfis Brekkusels og aðkoma að fólkvanginum.

Málsnúmer 201409008Vakta málsnúmer

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá stjórn Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett í ágúst 2014, móttekið 1. september 2014, þar sem óskað er eftir samvinnu við Dalvíkurbyggð, vinnuskóla og alla þá sem vilja fólkvanginum vel til að gera stór átak í fegrun á aðkomunni að þessu andliti fólkvangsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til skoðunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreint erindi verði áfram til umfjöllunar hjá umhverfisráði og umhverfis- og tæknisviði.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs