Félagslegar íbúðir; Leiga og sala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Málsnúmer 201408041

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 705. fundur - 28.08.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Til umræðu staða mála hvað varðar útleigu og sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarfélagið á nú 18 íbúðir á Dalvík og 13 íbúðir á Árskógsströnd eða alls 31 íbúð. Allar íbúðirnar eru í útleigu nema ein á Árskógsströnd.

Stefnt hefur verið á til lengri tíma að sveitarfélagið eigi 4 íbúðir til ráðstöfunar á Dalvík, þar að auki eru 2 fyrir aldraða í Kirkjuvegi og 1 íbúð í Skógarhólum vegna Skammtímavistunar. Á Árskógsströnd er gert ráð fyrir að eiga 3 íbúðir til lengri tíma. Alls 10 íbúðir.

Eyrún vék af fundi kl. 08:51.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefna að því að fækka íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar um um það bil helming á næstu 3 árum. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá faglegt verðmat á öllum íbúðum í eigum Dalvikurbyggðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að sölu íbúða.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 705. fundi byggðarráðs þann 28. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

1.
201408041 - Félagslegar íbúðir; Leiga og sala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 8:15.

Til umræðu staða mála hvað varðar útleigu og sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.

Sveitarfélagið á nú 18 íbúðir á Dalvík og 13 íbúðir á Árskógsströnd eða alls 31 íbúð. Allar íbúðirnar eru í útleigu nema ein á Árskógsströnd.

Stefnt hefur verið á til lengri tíma að sveitarfélagið eigi 4 íbúðir til ráðstöfunar á Dalvík, þar að auki eru 2 fyrir aldraða í Kirkjuvegi og 1 íbúð í Skógarhólum vegna Skammtímavistunar. Á Árskógsströnd er gert ráð fyrir að eiga 3 íbúðir til lengri tíma. Alls 10 íbúðir.

Eyrún vék af fundi kl. 08:51.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að stefna að því að fækka íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar um um það bil helming á næstu 3 árum. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá faglegt verðmat á öllum íbúðum í eigum Dalvikurbyggðar. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með tillögu að sölu íbúða.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði byggðarráði grein fyrir áætluðum kostnaði vegna verðmats fasteignasala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu verðmati til ársins 2015.