Fjárhagsáætlun 2015; Frá Skíðafélagið Dalvíkur; mótanefnd; beiðni um styrk vegna Skíðamóts Íslands 2015.

Málsnúmer 201408102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir kr. 500.000 styrk upp í kostnað við Skíðamót Íslands sem haldið verður dagana 20. - 22. mars 2015 á Dalvík og í Ólafsfirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir kr. 500.000 styrk upp í kostnað við Skíðamót Íslands sem haldið verður dagana 20. - 22. mars 2015 á Dalvík og í Ólafsfirði.

Byggðarráð hefur óskað eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísað erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Upplýst var á fundinum að frekari gögn hafa ekki borist.

Ofangreint til umræðu.

Til umræðu einnig styrktarsamningur við Skíðafélagið í heild sinni sem og viðaukasamningur sem samþykktur var á fundi byggðarráðs þann 31. júlí s.l.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna erindinu.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 706. fundi þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá mótanefnd Skíðafélags Dalvíkur, bréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir kr. 500.000 styrk upp í kostnað við Skíðamót Íslands sem haldið verður dagana 20. - 22. mars 2015 á Dalvík og í Ólafsfirði.


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um ofangreint erindi í samræmi við reglur sveitarfélagsins almennt um umsóknir og vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Upplýst var á fundinum að frekari gögn hafa ekki borist.

Ofangreint til umræðu.

Til umræðu einnig styrktarsamningur við Skíðafélagið í heild sinni sem og viðaukasamningur sem samþykktur var á fundi byggðarráðs þann 31. júlí s.l.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.