Fjárhagsáætlun 2015; Frá Axel Snæ Jóni Jónssyni; endurnýjun á líkamsræktarstöð Íþróttamiðstöðvar.

Málsnúmer 201408101

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 706. fundur - 04.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Axel Snæ Jóni Jónssyni, rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurnýja líkamsræktarstöðin á Dalvík þar sem tæki og lóð eru úr sér gegnin.
Byggðarráð þakkar fyrir ábendingar og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Axel Snæ Jóni Jónssyni, rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurnýja líkamsræktarstöðina á Dalvík þar sem tæki og lóð eru úr sér gengin.

Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir ábendingar. Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var kynnt tillaga að endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06, málsnúmer 201408069. Fram kemur að samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25 m.kr. en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Þar var óskað eftir að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.

Til umræðu ofangreint.


Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar erindið en með vísan til ofangreindar bókunar þá er málið komið í ferli.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Axel Snæ Jóni Jónssyni, rafbréf dagsett þann 29. ágúst 2014, þar sem lagt er til að endurnýja líkamsræktarstöðin á Dalvík þar sem tæki og lóð eru úr sér gegnin.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingar og samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

Á 59. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 2. september 2014 var kynnt tillaga að endurnýjunaráætlun búnaðar málaflokks 06, málsnúmer 201408069. Fram kemur að samkvæmt úttekt og endurnýjunaráætlun í líkamsrækt er heildarkostnaður við ný tæki í líkamsrækt um 25 m.kr. en gera má ráð fyrir að endingartími sé um 10 ár. Er því óskað eftir að á áætlun íþróttamiðstöðvar verði kr. 2.500.000 árlega til endurnýjunar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð þakkar erindið en með vísan til ofangreindar bókunar þá er málið komið í ferli.
Lagt fram til kynningar.