Hildur Ösp og Kristinn Ingi Valsson komi inn á fundinn á nýju undir þessum lið kl. 11:01
Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Mótorsportfélagi Dalvíkur, rafbréf dagsett þann 31. ágúst 2014, þar sem vísað er til meðfylgjandi samantektar um starfsemi Mótorsportfélags Dalvíkur og þær umsóknir sem eru núna í gangi. Félagið stefnir að því að sækja um styrk hjá sveitarfélaginu þegar öll leyfi eru komin í höfn og eins þegar samkomulag verður um úthlutað svæði til mótorsports. Fram kemur að stjórn félagsins á fund með umhverfisráði n.k. föstudag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.
Á 254. fundi umhverfisráðs þann 5. september 2014 var eftirfarandi bókað:
5.
201408011 - Innkomið erindi vegna æfingasvæðis fyrir mótorsport.
Til umræðu umsókn mótorsportfélags Dalvíkur um nýtt svæði. Á fundinn mæta forsvarsmenn félagsins.
Umhverfisráð tekur jákvætt í nýja staðsetningu, þó með smávægilegri tilfærslu. Ráðið leggur til að hugmyndin verði kynnt hagsmunaðilum og nágrönnum svæðisins.
UNdir þessum lið mættu fjórir forsvarsmenn félagsins.