Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kjörnir fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsráði; Kristinn Ingi Valsson, formaður, Jón Ingi Sveinsson, varaformaður, Íris Hauksdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Andrea Ragúels Víðisdóttir, Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.
Á 706. fundi byggðarráðs þann 04.09.2014 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllnunar. Jafnframt að skoðuð verði fyrri gögn um sambærilegt mál.
Með fundarboði fylgdu eldri gögn um sambærileg mál frá árunum 2005,2006 og 2007 sem og upplýsingar um rampa frá Rhino.
Til umræðu ofangreint.