Ungmennaráð

3. fundur 16. október 2014 kl. 17:30 - 19:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Varamaður
  • Björgvin Páll Hauksson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
Dagskrá
Dagur Atlason, Ásdís Dögg Guðmundsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir boðuðu forföll. Hera Margrét Guðmundsdóttir og Hugrún Lind Bjarnadóttir komu inn sem varamenn.

1.Erindi um uppbyggingu hjólabrettaaðstöðu

Málsnúmer 201409021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Viktori Huga Júlíussyni og fleirum, bréf dagsett þann 24. ágúst 2014, þar sem þess er farið á leit að kannaður verði möguleiki á uppsetningu hjólabrettaaðstöðu í Dalvíkurbyggð.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti samhljóða með 5 atkvæðum á fundi sínum 18. september 2014 að vísa ofangreindu erindi til umsagnar ungmennaráðs og málið verði svo aftur til umfjöllunar ráðsins eftir að umsögn hefur borist.
Ungmennaráð tekur jákvætt í erindið og telur svæðið við Víkurröst og Tónlistarskóla mjög heppilegt til slíkrar uppbyggingar. Ráðið leggur áherslu á að svæðið verði hugsað í heild, enda miklir mögleikar á að skapa flott útivistarsvæði sem skóli, félagsmiðstöð og almenningur geti notað. Ráðið telur skynsamlegt að fara ekki of hratt í uppbyggingu, heldur byrja smátt og bæta við eftir þörfum og áhuga.

2.Félagsstarf ungmennahúss veturinn 2014/15

Málsnúmer 201410138Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að dagskrá fyrir félagsstarf 16-20 ára í Víkurröst. Mæting hefur verið minni en á síðasta ári. Ungmennaráð telur dagskrána mjög flotta og höfða til beggja kynja og ólíkra hópa. Ræddar voru hugmyndir af því hvað hægt væri að gera til að fjölga notendum starfseminnar. Nemendur sem stunda nám í Menntaskólanum á Tröllaskaga og eru búsett á Dalvík eru líklegri til að mæta en þeir sem eru í skóla á Akureyri.
Ráðið telur starfið mjög mikilvægt og vill sjá það dafna enn frekar. Ráðið beinir því til forstöðumanns að skoða að nýta sér starfsemi Samfés á vettvangi ungmennahúsa.

3.Forvarnarstefna

Málsnúmer 201112012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umsagnar forvarnaráætlun og aðgerðaráætlun. Ungmennaráð telur forvarnaráætlunina og aðgerðaráætlunina mjög góða. Ungmennaráð telur mjög mikilvægt þegar aðgerðaráætlun er fylgt eftir með fræðslu um málefni s.s. kynfræðslu að fá til þess fagaðila sem tengjast ekki svæðinu. Í litlu samfélagi getur reynst erfitt að fá ráðjöf frá aðilum sem þekkir mann vel frá öðrum vetvangi. Ráðið telur það líklegra til árangurs ef ungmenni eru spurð að því hvað þau vilji fræðast um.

4.Fundartímar ungmennaráðs

Málsnúmer 201410139Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir að ráðið fundi 5 sinnum á ári og eru fundartímar ákveðnir í eftirfarandi mánuðum: Janúar, mars, maí, október og desember. Fundað verði annan fimmtudag í framangreindum mánuðum kl. 17:30.

5.Norðurlandsmót félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201410136Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að dagskrá af Norðulandsmóti félagsmiðstöðva. Um er að ræða samstarf félagsmiðstöðva á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem ungmenni munu koma saman á Dalvík til verkefnavinnu/smiðjuvinnu og skemmtunar í nóvember nk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem kemur af frumkvæði félagsmiðstöðva á Akureyri. Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar verður með smiðjuna "taktu afstöðu" á mótinu. Einnig er til skoðunar að ungmennaráðsmeðlimir verði með aðra smiðju.

6.Samningur um heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201410137Vakta málsnúmer

Dalvíkurbyggð mun skrifa undir samstarfssamning við Embætti Landlæknis um heilsueflandi samfélag fimmtudaginn 23. október nk. Næsta vika verður heilsuvika í íþróttamiðstöðinni og frítt í sund og rækt. Ungmennaráð leggur til að skoðaður verði mögleikinn á að íþróttafélögin haldi opna kynningartíma til að kynna sína íþrótt fyrir íbúum og þar með auka líkurnar á því að fleiri stundi viðkomandi íþrótt.

7.Skipan ráðsins næsta vetur

Málsnúmer 201410140Vakta málsnúmer

Dagur Atlason hefur óskað eftir því að hætta í Ungmennaráði Dalvíkurbyggðar. Hugrún Lind Bjarnadóttir mun koma inn sem aðalmaður í hans stað. Björgvin Páll Hauksson verður fyrsti varamaður. Finna þarf anna og þriðja varamann í ráðið og er forstöðumanni Víkurrastar falið að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum. Ráðið mun kjósa formann á næsta fundi sem haldinn verður 11. desember nk fram að þeim fundi tekur Sunneva Halldórsdóttir varaformaður við formennsku.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Nefndarmenn
  • Sunneva Halldórsdóttir Aðalmaður
  • Hera Margrét Guðmundsdóttir Aðalmaður
  • Hugrún Lind Bjarnadóttir Varamaður
  • Björgvin Páll Hauksson Varamaður
  • Gísli Rúnar Gylfason starfsmaður
  • Viktor Már Jónasson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar