Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 52. fundur - 03.01.2014

Kristján Hjartarson lýsti sig vanhæfan við afgreiðslu þessa erindis.

Samningur Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf um rekstur á félagsheimilinu Rimum rann út 31. desember sl. og hefur Húsabakki ehf óskað eftir framlenginu á samningi en þó með nokkrum breytingum. Í rafpósti óskar framkvæmdastjóri Húsabakka eftir að félagið þurfi ekki að sjá um slátt á íþróttasvæðinu en því hefur félagið sinnt síðan það tók við. Jafnframt óskar hún eftir að skoðað verði að hafa Sundskálann opinn að einhverju leyti næsta sumar, að félagið fái að hafa gjaldskrá sína inni á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem það sé eitt að félagsheimilum sveitarfélagsins sem og samkeppnissjónarmið verði höfð í huga við uppbyggingu á tjaldsvæðinu á Dalvík.

Íþrótta- og æskulýðsráð er tilbúið til að framlengja óbreyttan samning út 31.12.2014 en telur ekki rétt að taka kostnaðarauka á sveitarfélagið með því að taka slátt úr samningi. Hvað varðar Sundskálann þá eru það mál statt hjá vinnuhópi sem er að leita leiða til að koma rekstri skálans í skýran farveg. Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki rétt að hafa verðskrána inni á heimasíðunni sveitarfélagsins en leggur til að félagið hafi gjaldskrána á sinni heimasíðu en settur verður tengill á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Ábending varðandi tjaldsvæðið á Dalvík er réttmæt og var tekin til umfjöllunar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynnti stöðu mála í samningaviðræðum Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um framlengingu á leigusamningi á Rimum.

Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar bókun frá 52. fundi ráðsins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 57. fundur - 10.06.2014

Lagt fram til kynningar framlenging á samningi frá 1. mars 2012 um félagsheimili og umhverfi Rima til 31.12.2014 með einni breytingu. Breytingin felur í sér að í stað þess að Húsabakki ehf. sjái um og beri kostnað af slætti og umhirðu íþróttarvallar, þá sjái Húsabakki um utanumhald en reikningur skiptist á þrjá aðila. Þeir eru Dalvíkurbyggð, Þorsteinn Svörfuður og Húsabakki ehf., þó að hámarki 150.000 kr. á aðila. Þorsteinn Svörfuður mun leggja til og bera áburð á völlinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, Jón Ingi Sveinsson greiddi atvæði á móti. Ráðið hefði viljað sjá óbreyttan samning frá fyrra ári og leggur áherslu á að samningurinn verði tekinn til skoðunar strax í haust.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Með fundarboði fylgdi gildandi samningur vegna Rima ásamt framlengingu á leigusamningi.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til fyrirhugaðs fundar formanns byggðarráðs, sveitarstjóra og umsjónarmanns fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Á 57. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs var eftirfarandi bókað:

Lagt fram til kynningar framlenging á samningi frá 1. mars 2012 um félagsheimili og umhverfi Rima til 31.12.2014 með einni breytingu. Breytingin felur í sér að í stað þess að Húsabakki ehf. sjái um og beri kostnað af slætti og umhirðu íþróttarvallar, þá sjái Húsabakki um utanumhald en reikningur skiptist á þrjá aðila. Þeir eru Dalvíkurbyggð, Þorsteinn Svörfuður og Húsabakki ehf., þó að hámarki 150.000 kr. á aðila. Þorsteinn Svörfuður mun leggja til og bera áburð á völlinn.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn með þremur atkvæðum, Jón Ingi Sveinsson greiddi atvæði á móti. Ráðið hefði viljað sjá óbreyttan samning frá fyrra ári og leggur áherslu á að samningurinn verði tekinn til skoðunar strax í haust.

Með fundarboði fylgdi gildandi samningur vegna Rima ásamt framlengingu á leigusamningi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli til fyrirhugaðs fundar formanns byggðarráðs, sveitarstjóra og umsjónarmanns fasteigna með forsvarsmönnum Húsabakka ehf.


Fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsráði, Hildur Ösp og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 12:14 undir þessum lið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 64. fundur - 08.01.2015

Samningur við Húsabakka ehf um Rima rann út um sl. áramót. Ekki hafa samningar náðst en reiknað er með að málið skýrist á næstu dögum.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 66. fundur - 03.03.2015

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerðu grein fyrir stöðu á leigusamningi vegna Rima og að ekki væri búið að endurnýja formlega samning við Húsabakka ehf sem rann út um sl. áramót.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur áherslu á að slíkur samningur verði endurnýjaður hið fyrsta.