Íþrótta- og æskulýðsráð

53. fundur 04. febrúar 2014 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Fundur fulltrúa sveitarfélaga og UMSE

Málsnúmer 201312076Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti niðurstöðu fundar um stefnumótun UMSE sem haldin var 14. janúar sl. af frumkvæði stjórnar UMSE. Fundinn sátu stjórn UMSE og framkvæmdastjóri auk fulltrúa frá Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppi.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að UMSE ljúki vinnu við stefnumótun sem fyrst, skoðað verði hvort mögulegt sé að stækka hérðassambandið og tekið verði tillit til fjölda félaga í Dalvíkurbyggð.

2.Flutningur vinnuskóla af umhverfis- og skipulagssviði á íþrótta- og æskulýðssvið.

Málsnúmer 201311191Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynntu stöðu mála á flutningi vinnuskóla frá umhverfis- og tæknisviði yfir til fræðslu- og menningarsviðs, málaflokk 06. Verkefninu hefur ekki verið hafið af krafti og jafnframt þarf að yfirfara fjármálin vel en samþykkt fjárhagsáætlun virðist ekki nógu há við fyrstu skoðun.

Íþrótta- og æskuýðsráð telur mikilvægt að undirbúningur hefjist sem fyrst og felur nýjum og fráfarandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúum og sviðsstjóra að funda með umhverfis- og tæknisviði þar sem farið verði yfir samstarf og flutning á verkefninu.

Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi 9:05.

3.Reglur um kosningu á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201201052Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir hugmyndir að breytingum þegar kemur að aldursmörkum í tilnefningum til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að sjónarmið félaga komi fram og tillaga um aldurstakmörk muni verða kynnt á vorfundi félaga í maí. Þar gefst félögum í sveitarfélaginu tækifæri að gera athugasemdir við aldurstakmörk.

4.Útboð á rekstri tjaldsvæðis

Málsnúmer 201311295Vakta málsnúmer

Á 685. fundi byggðaráðs var ítrekuð ósk um útvistun á rekstri tjaldsvæðis.

Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skoða rekstrarform tjaldsvæða hjá sveitarfélögum að sambærilegri stærð fyrir næsta fund ráðsins.

5.Framlenging á leigusamningi vegna Rima

Málsnúmer 201401004Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála kynnti stöðu mála í samningaviðræðum Dalvíkurbyggðar og Húsabakka ehf. um framlengingu á leigusamningi á Rimum.

Íþrótta- og æskulýðsráð ítrekar bókun frá 52. fundi ráðsins.

6.Sameiginlegur framkvæmdastjóri íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201401143Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarmál áttu fund með fulltrúum golfklúbbsins Hamar, Skíðafélags Dalvíkur, Dalvík/Reyni og Barna- og unglingaráði um samstarf félaga um framkvæmdastjóra. Í framhaldi af fundinum skiluðu félögin inn mögulegum verkefnalistum sem viðkomandi gæti sinnt.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að félögin haldi áfram þeirri vinnu sem er hafin en ítrekar að sveitarfélagið er með styrktarsamning út árið 2015 við félögin og engin breyting er í kortunum á samningunum.

7.Samningur um gamla íþróttahúsið við Golfklúbbinn Hamar

Málsnúmer 201203013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá Golfklúbbnum Hamri um að útgjöld vegna framkvæmda í Víkurröst komi til frádráttar á leigu á næstu árum sbr. samningur þar sem kemur fram að viðhald á húsnæði gangi upp í leigu. Gögn um kostnað við framkvæmdirnar liggja fyrir að upphæð 4.808.203.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að tekið verði tillit til þess hluta framkvæmda sem snúa að viðhaldi hússins og að framkvæmdirnar gangi upp í leigu a.m.k. næstu 5 árin. Í framhaldinu verði farið yfir þær framkvæmdir sem farið hefur verið í, gildi starfseminnar fyrir sveitarfélagið og húsið og skoðað hvort rétt sé að meta stærri hluta framkvæmdinnar 2013 sem leigu. Íþrótta- og æskulýðsráð tekur fram að sveitarfélagið mun ekki endurgreiða Golfklúbbnum fjárhæðir komi til uppsagnar á leigusamningi.

8.Gjaldskrár 2014

Málsnúmer 201401117Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti leiðréttingu á gjaldskrá um að húsaleiga yrði hækkuð en ekki þjónustugjöld.

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir breytingarnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi uppbyggingu á vallarsvæði. Nýjar tillögur liggja fyrir frá Verkís sem hafa verið áframsendar á fulltrúa UMFS.

Íþrótta- og æskuýðsráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir Formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson Aðalmaður
  • Jón Ingi Sveinsson Aðalmaður
  • Árni Jónsson Starfsmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Kristján Hjartarson Varamaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Árni Jónsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi