Endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs

Málsnúmer 201201052

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 33. fundur - 07.02.2012

Með fundarboði fylgdi tilllaga að endurskoðun á reglum afreks- og styrktarsjóðs. Helstu breytingarnar eru að auglýst verði og úthlutað einu sinni á ári úr afreks- og styrktarsjóði og breytingar á vinnureglum við kjör á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

 

 

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 39. fundur - 11.10.2012

Reglur um afreks- og styrktarsjóð og kosningu til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar voru til umfjöllunar. Auglýsingar vegna umsókna í afreks- og styrktarsjóð munu birtast fyrir 15. nóvember. Afhending úr afreks- og styrktarsjóði mun fara fram við sama tilefni og tilkynnt verður hver er íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2012.Helstu breytingar á reglugerð um kosningu íþróttamanns Dalvíkurbyggðar eru þær að þeir sem hafa kosningarétt greiða atkvæði til þriggja tilnefndra íþróttamanna en ekki allra eins og áður hefur verið. Íþrótta- og æskulýðsráðs felur íþrótta- og æksulýðsfulltrúa, Friðjóni og Kristni að móta tillögu út frá umræðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 40. fundur - 06.11.2012

Nefnd sem hefur unnið að endurskipulagningu reglna á kjöri Íþróttmanns Dalvíkurbyggðar kynnti breytingar. Nefndina skipuðu Kristinn Ingi Valsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði, Friðjón Árni Sigurvinsson fulltrúi í íþrótta- og æskulýðsráði og Árni Jónsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Auglýst verður eftir tilnefningum miðvikudaginn 7. nóvember og frestur til að skila inn tilnefningum miðvikudagurinn 21. nóvember.Boðað verður til fundar mánudaginn  3. desember kl. 14:00 þar sem kosning á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar fer fram. Kosningarétt hafa þeir sem rétt hafa til að tilnefna. Lýsing á kjöri íþróttamanns Dalvíkurbyggðar verður haldið fimmtudaginn 3. janúar klukkan 17:00. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.   

Íþrótta- og æskulýðsráð - 43. fundur - 05.02.2013

Reglur um afreks- og styrktarsjóð og reglur um kjör Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar þarfnast reglulegrar umfjöllunar. Ábendingar hafa borist frá Heiðari Davíð Bragasyni þjálfara hjá Golfklúbbnum Hamri vegna tilnefninga til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Við úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði og tilnefningu til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar kviknuðu nokkrar spurningar s.s. aldursmörk. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir óbreyttar reglur afreks - og styrktarsjóðs, þó er umsóknarfresti breytt.  Íþrótta- og æskulýðsráð telur ekki ástæðu til þess að skipta viðurkenningu til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar með þeim hætti að bæði verði veitt viðurkenning til karla og kvenna né setja inn aldursviðmið. Hins vegar stefnir íþrótta- og æskulýðsráðs á að eiga samræðu við íþróttafélögin um tilnefningar til dæmis m.t.t. aldurs, árangurs og fyrirmyndar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 53. fundur - 04.02.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fór yfir hugmyndir að breytingum þegar kemur að aldursmörkum í tilnefningum til Íþróttamanns Dalvíkurbyggðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að sjónarmið félaga komi fram og tillaga um aldurstakmörk muni verða kynnt á vorfundi félaga í maí. Þar gefst félögum í sveitarfélaginu tækifæri að gera athugasemdir við aldurstakmörk.